Veitur
Veitur
Veitur

Vélfræðingur

Leitum að framsýnum og lausnarmiðuðum vélfræðingi

Vilt þú vakta og stýra kerfum í grunninnviðum samfélagsins?

Við leitum að vélfræðingi í stjórnstöð til að vakta og stýra lífsgæðum samfélagsins hjá rekstrardeild vatnsmiðla hjá Veitum. Deildin ber ábyrgð á daglegum rekstri og viðhaldi dreifikerfa hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu (borholur, geymar, dælustöðvar, hreinsistöðvar, lagnir) sem tryggja örugga og skilvirka þjónustu með áreiðanleika og sjálfbærni að leiðarljósi.

Þú munt sinna vöktun og stjórnun kerfa fyrir hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu, auk virkjana Orku náttúrunnar ásamt því að taka þátt í þróun og mótun framtíðarkerfa í samvinnu við reyndan hóp sérfræðinga.

Um starfið

Í þessu fjölbreytta starfi starfar þú í stjórnstöð þar sem áhersla er lögð á rekstraröryggi og þjónustu við viðskiptavini. Vinnutíminn er blanda af fjölbreyttri dagvinnu og vaktavinnu á dag- og næturvöktum sem býður upp á sveigjanleika í starfi.

  • Vöktun og stýring á hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu
  • Vöktun og stýring virkjana Orku náttúrunnar
  • Þátttaka í þróun, umbótum og nýsköpun í stjórnstöð og kerfum
  • Samvinna við hóp fagfólks sem tryggir daglegan og öruggan rekstur kerfanna

Við leitum að einstaklingi sem hefur:

  • Vélfræðimenntun
  • Reynslu af vaktavinnu og vinnu undir álagi
  • Býr yfir yfirvegun og getur brugðist hratt og rétt við óvæntum aðstæðum
  • Þekkingu á skjámyndakerfum og rekstri vél- og stjórnbúnaðar
  • Áhuga á nýjungum og tæknilausnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góða skipulags- og samskiptahæfileika
  • Sterka öryggisvitund og lipurð í samskiptum

Hvers vegna Veitur?

Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.

Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.

Umsóknarfrestur er til og með 4. september 2025. Nánari upplýsingar veitir Hjalti Kristjánsson hópstjóri stjórnstöðvar Vatnsmiðla, á netfanginu [email protected].

Auglýsing birt24. ágúst 2025
Umsóknarfrestur4. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar