Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Velferðarsvið – Sérfræðingur í barnaverndarþjónustu

Velferðarsvið Reykjanesbær leitar að metnaðarfullum og ábyrgðarfullum sérfræðingi í fullt starf í barnavernd. Viðkomandi mun sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í þágu barna og fjölskyldna í Reykjanesbæ eins og barnaverndarmálum, fósturmálum, ráðgjöf við foreldra og börn. Lögð er áhersla á öflugt barnaverndarstarf, þverfaglegt samstarf við aðrar deildir sviðsins og helstu samstarfsstofnanir

Starfið krefst viðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga, úrræðum sveitarfélaga og ríkis, auk þess sem þekking á málefnum barna og fjölskyldna er mikilvæg.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Meðferð og úrvinnsla barnaverndarmála
  • Vinna að fósturmálum
  • Ráðgjöf og stuðningur við börn og foreldra 
  • Samstarf við leik-og grunnskóla og aðrar stofnanir sem tengjast börnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Viðbótarmenntun á sviði barnaverndar eða PMTO meðferðar er kostur
  • Reynsla af barnaverndar og fósturmálum er æskileg
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleiki og frumkvæði
  • Hæfni til þverfaglegs samstarfs
  • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í teymi
  • Skipulögð og markviss vinnubrögð
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Hlunnindi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur8. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar