
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi – í daglegu tali oft nefnt “ISAL” – hefur framleitt ál í Straumsvík frá árinu 1969 og notar til þess íslenska umhverfisvæna orku.
Við framleiðum um 200 þúsund tonn af hágæðaáli á ári og sendum það til fjölmargra viðskiptavina víðsvegar í Evrópu. Þannig öflum við dýrmætra gjaldeyristekna fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Ál gerir daglegt líf okkar betra; það er meðal annars notað í bíla, flugvélar, byggingar, raftæki á borð við tölvur og síma, og umbúðir utan um matvæli, drykki og lyf. Mikil meirihluti áls er endurunninn sem þýðir að komandi kynslóðir geta notað það aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn.
Við erum fjölbreyttur vinnustaður tæplega 400 starfsmanna auk verktaka.
Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.
Gildi okkar eru: umhyggja - hugrekki - framsækni

Vélaverkfræðingur eða véltæknifræðingur
Ertu til í spennandi tækniverkefni?
Rio Tinto á Íslandi óskar eftir að ráða vélaverkfræðing eða véltæknifræðing til starfa á Viðhaldssviði. Viðkomandi mun starfa í hópi sem sér um rekstur veitukerfa s.s. vatnsveitu, fráveitu, loftveitu, hitaveitu, loftræsti og kælimiðilskerfi.
Starfið felur meðal annars í sér að leysa verkefni sem koma upp í daglegum rekstri, að veita tæknilega aðstoð, endurnýjun búnaðar og þróun á viðhaldi búnaðar.
Í þessu starfi færð þú tækifæri til að takast á við spennandi tæknilegar áskoranir og vinna að lausnum sem stuðla að öruggum og skilvirkum rekstri veitubúnaðar álversins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Endurbætur á búnaði veitukerfa.
- Undirbúningur og eftirlit með framkvæmdum.
- Umsjón með loftræsti- og kælimiðilskerfum.
- Uppfærsla verklýsinga og verkáætlana.
- Vinna við vélateikningar, utanumhald og skjölun.
- Samskipti við birgja og verktaka.
- Ýmis önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Verk- eða tæknifræðimenntun á vélasviði.
- Iðnmenntun er kostur.
- Þekking og reynsla af notkun CAD-hugbúnaðar.
- Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
- Frítt fæði í mötuneyti.
- Heilsustyrkur.
- Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum.
- Velferðartorg.
- Þátttaka í hlutabréfakaupum.
- Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf.
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTæknifræðingurVerkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í greiningum
Stoðir hf.

Framkvæmdastjóri Verkfræðisviðs - Coripharma
Coripharma ehf.

Háspennuhönnuður
Lota

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Specialist – Engineering & CSV Compliance
Alvotech hf

Associate Director Sales Enablement, Medis
Medis

Sérfræðingur í viðhaldsstýringu
Landsnet hf.

Sérfræðingur í viðskiptagreind
Öryggismiðstöðin

Verkefnastjóri framkvæmda
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Framleiðslutæknir / Manufacturing Technologist
Alvotech hf

Sérfræðingur í innkaupum
COWI

Gagnagrunnssérfræðingur
Eik fasteignafélag