
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Vefhönnuður á upplýsingatæknisviði
Við leitum að viðmótshönnuði með yfirgripsmikla reynslu, brennandi áhuga á vefhönnun og ástríðu fyrir góðri notendaupplifun. Starfið er fjölbreytt og hentar þeim sem finnst gaman að hanna útlit stafrænna lausna.
Um er að ræða tímabundið fullt starf til að minnsta kosti 12 mánaða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og utanumhald á hönnunarstaðli
- Náin samvinna með þróunarteymum og teymi hönnuða
- Þátttaka í hönnun á notandaviðmóti og flæðum
- Myndvinnsla og hreyfivinna
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði grafískrar hönnunar
- Reynsla af hönnun á viðmóti fyrir vefi
- Skipulögð vinnubrögð og næmt auga fyrir smáatriðum
- Hæfileiki til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrra lausna
- Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að tileinka sér tæknilegar nýjungar
- Reynsla af notendamiðaðri hönnun (e. Design Thinking) fyrir stafræna miðla er mikill kostur
Auglýsing birt30. september 2025
Umsóknarfrestur9. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar