

Umsjónarkennari á yngsta stig
Stutt lýsing
Óskum eftir kennara á yngsta stig í Selásskóla fyrir skólaárið 2025-2026
Laus er til umsóknar staða umsjónarkennara á yngsta stigi við Selásskóla í 100% stöðu frá og með 1. ágúst 2025. Selásskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 7. bekk.
Í skólanum eru um 180 nemendur og um 38 starfsmenn.
Kjörorð skólans er: Látum þúsund blóm blómstra og gildisáherslur hans eru: Virðing – gleði - vinátta.
Skólinn leggur áherslu á lestur/læsi, skapandi vinnubrögð, teymiskennslu og upplýsingatækni. Ennfremur umhverfismennt með það að markmiði að nemendur skilji, þekki og virði umhverfi sitt og náttúru.
Umsókn fylgi ferilskrá, menntunargögn og annað er málið varðar. Frekari upplýsingar um skólann má nálgast á heimasíðu hans www.selasskoli.is
- Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
- Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk. Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í skólaþróunarvinnu.
- Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari (Leyfisbréf skal fylgja umsókn)
- Reynsla af kennslu grunnskólabarna á yngsta stigi
- Þekking í lestrakennslu
- Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Menntun og hæfni til almennrar kennslu á yngsta stigi og/eða miðstigi
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Stundvísi
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Hreint sakarvottorð
grunnskóli












