

Umsjónarkennari á miðstig – Lækjarskóli
Lækjarskóli auglýsir eftir kennara á miðstig í 100% starf haustið 2025.
Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins, þar af tæplega 140 á unglingastigi. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast almenna umsjónarkennslu á miðstigi með fjölbreyttum kennsluháttum.
- Vinna að þróun UDL og annarri skólaþróun í Lækjarskóla í samvinnu við skólasamfélagið.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við skólasamfélagið
- Starfa samkvæmt SMT-skólafærni
- Taka þátt í stefnumótun skólans.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
- Kennslureynsla og þekking á fjölbreyttum kennsluaðferðum á miðstigi æskileg
- Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Víðtæk tölvukunnátta og góð þekking á G-suite og Mentor.
- Áhugi á teymiskennslu og þverfaglegu samstarfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi og samviskusemi
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Guðbjörgu Dögg Gunnarsdóttur, skólastjóra, [email protected]
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2025.
Greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

































