
Tæki.is
Tæki.is er eitt af stærstu leigufélögum landsins. Við kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu og tryggjum að þú finnir réttu vélina fyrir þitt verkefni. Með fjölbreyttu úrvali tækja og faglegri ráðgjöf hjálpum við þér að ná árangri

Þjónustustjóri - Verkstæði
Við leitum að öflugum og skipulögðum einstaklingi í starf þjónustustjóra verkstæðis. Starfið felur í sér daglega umsjón með verkstæðinu, skipulagningu verkefna, stjórnun starfsmanna og samskipti við viðskiptavini og innri teymi. Þú munt tryggja að viðhald og viðgerðir á tækjum og búnaði fari fram á öruggan og skilvirkan hátt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórna daglegum rekstri verkstæðis og tryggja góða verkferla.
- Skipuleggja verkefni og úthluta verkum til starfsmanna.
- Fylgja eftir viðhaldi og viðgerðum á tækjum og búnaði.
- Halda utan um birgðir, varahluti og innkaup.
- Tryggja öryggi og fylgja vinnuverndarreglum.
- Innleiða verklagsreglur og bæta ferla til aukinnar skilvirkni.
- Þjálfa og leiða teymið til árangurs.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði vélbúnaðar eða tækni er kostur, t.d. bifvélavirki, vélvirki eða sambærilegt nám.
- Reynslu af verkstæðisstjórnun eða sambærilegu starfi.
- Þekking á viðhaldi tækja og vélbúnaðar er kostur.
- Skipulagshæfni, leiðtogafærni og lausnamiðuð hugsun.
- Góð tölvukunnátta og færni í skráningarkerfum.
- Góð Íslenskukunnátta og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Gild ökuréttindi, lyftararéttindi kostur.
- Meirapróf kostur.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt starf hjá öflugu fyrirtæki sem er hluti af Terra-samstæðunni.
- Samkeppnishæf laun og góð starfskjör.
- Öflugt starfsmannafélag með skemmtilegum viðburðum.
- Sterkt stjórnendateymi sem vinnur markvisst að því að sækja fram og þróa ferla.
- Tækifæri til að hafa áhrif og móta framtíð félagsins.
Auglýsing birt29. desember 2025
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Norðurhella 5, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Öflugur vélvirki/vélfræðingur í Straumsvík
Rio Tinto á Íslandi

Ert þú vélvirki / vélstjóri / pípari?
Olíudreifing þjónusta

Sérfræðingur í þjónustustýringu
Vörður tryggingar

Þjónustumaður – John Deere | Íslyft ehf.
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Tæknistjóri laxvinnslu
First Water

Forstöðumaður sölu og þjónustu
Dineout ehf.

Bifvélavirki
Bílaverkstæðið Fram ehf

Vélstjóri á flutningaskip
Eimskip

Verkstæði
EAK ehf.

Vélvirki/Bifvélavirki
Steypustöðin

Starfsmaður í bifreiðaskoðun Reykjanesi
Frumherji hf

Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.