
Ölgerðin
Lykillinn að velgengni fyrirtækja er að hluta fólginn í mannauði þeirra.
Við drögum að og höldum hæfasta starfsfólkinu með hvetjandi fyrirtækjamenningu án fordóma og með áherslu á jafna möguleika. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur af skapandi og framsæknu fólki. Sjálfbærni er samofin menningu, við eyðum allri sóun og nýtum okkur stafræna tækni til umbóta sem skapar okkur samkeppnisforskot.
Við sinnum hverjum viðskiptavini og birgja eins og hann væri okkar eini og setjum aðeins þau vörumerki á markað sem eru, eða hafa möguleika á að vera, fremst í sínum flokki.
Við erum keppnis, gerum hlutina fyrr og betur en aðrir og leggjum metnað í að skapa eftirsóttasta vinnustað landsins.
Markmið Ölgerðarinnar er að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Starfsfólk Ölgerðarinnar stefnir samstíga í átt að framtíðarsýn fyrirtækisins, að verða fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Fjölbreyttur bakgrunnur starfsmanna gerir vinnustaðinn skemmtilegan.

Tæknimaður í þjónustudeild
Við leitum að duglegri og jákvæðri manneskju til að sinna hreinsunum og fyrirbyggjandi viðhaldi, ásamt minniháttar viðgerðum á bjórdælum Ölgerðarinnar á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu.
Vinnutími er jafnan frá 8-16 en getur verið lengri eftir dögum.
Hlutverk og ábyrgð
- Hreinsanir, fyrirbyggjandi viðhald og minniháttar viðgerðir á dælubúnaði
- Önnur tilfallandi störf sem koma upp í Þjónustudeild
Hæfniskröfur
- Rík þjónustulund og öguð sjálfstæði í vinnubrögðum
- Almennt verkvit, og reynsla af minni háttar viðgerðum kostur.
- Útsjónarsemi.
- Stundvísi og góð framkoma
- Góð samskiptahæfni
- Samviskusemi og jákvæðni
- Góð íslensku- og ensku kunnátta
- Geta unnið undir álagi.
- Reglusemi og snyrtimennska
- Bílpróf
- Hreint sakarvottorð er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember. nk
Við hvetjum fólk af öllum kynjum að sækja um.
Auglýsing birt7. nóvember 2025
Umsóknarfrestur21. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Grjótháls 7-11, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (8)

Tæknimaður
Faxaflóahafnir sf.

MIKIL VINNA FRAMUNDAN
Kæling Víkurafl

Rafvirki eða rafvirkjanemi
Rafsveinn ehf

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Óskum eftir starfsmanni á söludeild Límtré Vírnets í Reykjavík
Límtré Vírnet ehf

Line Drive Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Robot maintenance technician
NEWREST ICELAND ehf.

Almenn umsókn
Tandur hf.