
Límtré Vírnet ehf
Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og starfsstöðvar þess byggja á áratuga löngum framleiðsluferlum. Starfsfólk okkar er einnig með áratuga starfsreynslu við framleiðslu og sölu á gæðavörum fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi.
Starfsstöðvar okkar eru á þremur stöðum á landinu. Höfuðstöðvar okkar eru á Lynghálsi, þar sem innkaupadeild, fjármálastjóri og byggingadeild er starfrækt ásamt afgreiðslu á helstu lagervörum fyrirtækisins. Í Borgarnesi er framleitt valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli.
Í Borgarnesi eru einnig reknar blikksmiðja og járnsmiðja.
Á Flúðum er svo framleiðsla á límtré og steinullareiningum.
Söludeildir fyrirtækisins er starfræktar á Lynghálsi 2 í Reykjavík og á Borgarbraut 74 í Borgarnesi.
Óskum eftir starfsmanni á söludeild Límtré Vírnets í Reykjavík
Límtré Vírnet óskar eftir öflugum og reynslumiklum sölumanni til starfa á söludeild fyrirtækisins að Lynghálsi 2 í Reykjavik.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og tilboðsgerð til viðskiptavina
- til dæmis þakrennur, bárustál, límtré, yleiningar, járnabindivörur og fl.
- Eftirfylgni með tilboðum
- Móttaka og vinnsla fyrirspurna
- Ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölustörfum er æskileg
- Iðnmenntun og/eða reynsla úr byggingariðnaði er kostur
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Hæfni í mannlegum samskipum
Auglýsing birt31. október 2025
Umsóknarfrestur12. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
BlikksmíðiHandlagniHreint sakavottorðIðnfræðingurMeistarapróf í iðngreinÖkuréttindiSmíðar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Rafvirki eða rafvirkjanemi
Rafsveinn ehf

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Sérfræðingur í sjálfvirkum stjórnkerfum
First Water

Rafvirki/Rafeindavirki/Vélstjóri í Tæknideild Nortek á Akureyri.
Nortek

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Áreiðanleikasérfræðingur / Reliability Engineer
Alcoa Fjarðaál

Line Drive Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Robot maintenance technician
NEWREST ICELAND ehf.

Almenn umsókn
Tandur hf.

Tæknimaður hjá HD Akureyri
HD Iðn- og tækniþjónusta