
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Tæknimaður
Ert þú með sveinspróf í bifvélavirkjun og frábær í mannlegum samskiptum?
Við óskum eftir að ráða bifvélavirkja til þess að sinna tæknistörfum á verkstæði okkar á Sævarhöfða.
Starfið kallar á góða samvinnu við verkstjóra og ábyrgðar- og þjónustusvið varðandi ákvarðanatöku og úrvinnslu verka. Tæknimaður ber ábyrgð á að miðla tækniupplýsingum framleiðenda til bifvélavirkja ásamt því að svara tæknilegum fyrirspurnum samstarfsaðila og þjónustu- og stuðningsverkstæða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja að unnið sé eftir verkferlum og viðgerðaupplýsingum framleiðenda
- Bilanagreining
- Aðstoða og leiðbeina samstarfsaðilum
- Tæknifundir framleiðenda
- Miðlun upplýsinga
- Tryggja að tölvu- og tækjabúnaður sé uppfærður samkvæmt kröfum framleiðenda
- Tryggja að nauðsynleg sérverkfæri séu til reiðu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í bifvélavirkjun
- Nokkurra ára starfsreynsla nauðsynleg
- Góð þekking og reynsla af rafmagns- og hybrid-bílum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð, nákvæm og fagleg vinnubrögð
- Öryggi í ákvörðunartöku
- Mjög góð tölvufærni
- Ökuréttindi
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
- Afsláttarkjör af bílum, aukahlutum, varahlutum o.fl.
- Afsláttur af bílaleigu hjá Hertz
- Mötuneyti með heitum mat
- Afsláttur á hleðslustöðvum Ísorku
- Íþróttastyrkur
Auglýsing birt4. júlí 2025
Umsóknarfrestur13. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Bifvélarvirki óskast
Bíleyri ehf.

Sölumaður í véladeild
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)
Kerecis

Bifvélavirki
Bílaverkstæðið Fram ehf

Tæknimaður framleiðslukerfa BIOEFFECT
BIOEFFECT ehf.

Umsjónarmaður Tækja og véla hjá Netkerfum og Tengir hf.
Netkerfi og tölvur ehf.

Aðstoðarmaður á skrifstofu á bifreiðaverkstæði
Bílaverkstæðið Fram ehf

Verkstjóri
BL ehf.

Starfsmaður á vélaverkstæði
Vökvakerfi hf

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Vélvirki
Steypustöðin