Grundarheimilin
Grundarheimilin
Grundarheimilin

Sviðsstjóri rekstrar og fjármálasviðs

Grundarheimilin óska eftir að ráða reynslumikinn einstakling í starf sviðsstjóra rekstrar– og fjármálasviðs. Leitað er að reyndum leiðtoga sem hefur eldmóð til að taka þátt í að leiða heimilin til framtíðar
Grundarheimilin saman standa af hjúkrunarheimilum sem eru heilbrigðisstofnanir í öldrunarþjónustu sem og íbúðafélögum fyrir íbúa 60+ og starfa þau á grundvelli samfélagslegra sjónarmiða.
Sviðsstjóri rekstrar– og fjármálasviðs er yfir rekstrar– og fjármálasviði Grundarheimilanna en um nýja stöðu er að ræða. Hann er einn af lykilstjórnendum félaganna, situr í framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Ábyrgð á daglegri stjórn rekstrar- og fjármálasviðs
• Þátttaka í mótun, þróun og innleiðingu verklags með ábyrgri fjármálastjórn
• Ábyrgð, umsjón og eftirfylgni með áætlanagerð
• Lausafjárstýring
• Ábyrgð á bókhaldi, greiðslum, reikningagerð, uppgjörum og gerð ársreiknings
• Samskipti við kröfuhafa, skuldunauta, fjármálastofnanir, endurskoðendur og aðra hagaðila
• Rekstur fasteigna heimilanna
• Innkaupamál þvert á svið heimilanna
• Rekstur eldhúss
• Öryggis og upplýsingatæknimál
• Samningagerð
• Sinnir öðrum þeim verkefnum sem forstjóri felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans

Menntunar- og hæfniskröfur

• Þekking og reynsla af fjármálum, rekstri, samningagerð og áætlanagerð er nauðsynleg
• Þekking og reynsla af rekstri hjúkrunarheimila eða sambærilegum stofnunum er kostur
• Góð greiningarhæfni og þekking á framsetningu fjárhagsupplýsinga, t.d. með PowerBI er kostur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur
• Nákvæm og öguð vinnubrögð
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og leiðtogahæfni

Fríðindi í starfi

Heilsustyrkur

Niðurgreiddur hádegisverður

Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur4. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar