

Sviðsstjóri rekstrar og fjármálasviðs
Grundarheimilin óska eftir að ráða reynslumikinn einstakling í starf sviðsstjóra rekstrar– og fjármálasviðs. Leitað er að reyndum leiðtoga sem hefur eldmóð til að taka þátt í að leiða heimilin til framtíðar
Grundarheimilin saman standa af hjúkrunarheimilum sem eru heilbrigðisstofnanir í öldrunarþjónustu sem og íbúðafélögum fyrir íbúa 60+ og starfa þau á grundvelli samfélagslegra sjónarmiða.
Sviðsstjóri rekstrar– og fjármálasviðs er yfir rekstrar– og fjármálasviði Grundarheimilanna en um nýja stöðu er að ræða. Hann er einn af lykilstjórnendum félaganna, situr í framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra.
• Ábyrgð á daglegri stjórn rekstrar- og fjármálasviðs
• Þátttaka í mótun, þróun og innleiðingu verklags með ábyrgri fjármálastjórn
• Ábyrgð, umsjón og eftirfylgni með áætlanagerð
• Lausafjárstýring
• Ábyrgð á bókhaldi, greiðslum, reikningagerð, uppgjörum og gerð ársreiknings
• Samskipti við kröfuhafa, skuldunauta, fjármálastofnanir, endurskoðendur og aðra hagaðila
• Rekstur fasteigna heimilanna
• Innkaupamál þvert á svið heimilanna
• Rekstur eldhúss
• Öryggis og upplýsingatæknimál
• Samningagerð
• Sinnir öðrum þeim verkefnum sem forstjóri felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans
• Þekking og reynsla af fjármálum, rekstri, samningagerð og áætlanagerð er nauðsynleg
• Þekking og reynsla af rekstri hjúkrunarheimila eða sambærilegum stofnunum er kostur
• Góð greiningarhæfni og þekking á framsetningu fjárhagsupplýsinga, t.d. með PowerBI er kostur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur
• Nákvæm og öguð vinnubrögð
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og leiðtogahæfni
Heilsustyrkur
Niðurgreiddur hádegisverður
Íslenska




