Brekkubæjarskóli
Brekkubæjarskóli

Sund- og íþróttakennari í Brekkubæjarskóla

Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 470 talsins, en starfsmenn um 100. Að auki státar skólinn af þéttriðnu neti stoðþjónustu.

Staða sund- og íþróttakennara er laus í Brekkubæjarskóla fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Um er að ræða 100% stöðu frá 1. ágúst 2024 til 31. júlí 2025.

Leitað er að framsýnum, metnaðarfullum kennara sem getur unnið í góðu samstarfi við nemendur, samstarfsfólk og foreldra.

Kennarinn verður að geta skipulagt nám fjölbreytts nemendahóps þar sem allir nemendur fá tækifæri til að njóta sín á eigin forsendum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast almenna íþróttakennslu fyrir skólann.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki.
  • Stuðla að farsæld nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn).
  • Reynsla af sund – og íþróttakennslu æskileg.
  • Reynsla af bekkjarstjórnun.
  • Reynsla af teymiskennslu og þverfaglegri samvinnu.
  • Reynsla og færni í fjölbreyttum kennsluháttum.
  • Reynsla af kennslu í fjölbreyttum nemendahópi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Góð samstarfshæfni.
  • Lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum.
  • Óbilandi trú á réttindum barna og ungmenna og áhugi á að starfa með þeim og foreldrum þeirra.
  • Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing stofnuð20. apríl 2024
Umsóknarfrestur4. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Vesturgata 120, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar