

Sumarstarf í burðarþoli
COWI leitar að öflugum og framsýnum háskólanema til að fást við verkefni í burðarþoli í sumar. Í þessu starfi munt þú fá að kynnast alhliða burðarþolshönnun. Bakgrunnur í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði hentar því sérstaklega vel. Þar að auki leitum við að fólki sem vinnur vel í teymi, sýnir frumkvæði í starfi og brennur fyrir því sem það er að gera. Þú verður hluti af burðarþolsdeild (e. structural dicipline) en þar er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snúa m.a. að vatnsaflsvirkjunum, brúarhönnun, hönnun orku og iðnaðarmannvirkjum.
Við leggjum áherslu á að sumarstörfin búi til vettvang til að byggja upp framtíðarstarfsfólk og undanfarin ár hafa yfir 60% af sumarstarfsfólkinu haldið áfram hjá okkur í vinnu með námi eftir sumarið. Hjá COWI starfa sérfræðingar um allan heim og eru boðleiðir stuttar í fjölbreytt þekkingarnet innan samstæðunnar. Við bjóðum upp á spennandi tækifæri til að öðlast reynslu í alþjóðlegu umhverfi og þú færð að kynnast því hvernig það er að vinna á verkfræðistofu.
- Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu á skrifstofu okkar í Kópavogi.
- Bootcamp í hádeginu þrjá daga í viku í Kópavogi.
- Samgöngustyrkur fyrir aðra samgöngumáta en einkabifreið.
- Líkamsræktar- og sturtuaðstaða í Kópavogi.
- Viðburðir á vegum öflugs starfsmannafélags.
Enska
Íslenska










