Veitur
Veitur
Veitur

Rekstrarstjóri vatnsmiðla

Vatnsmiðlar Veitna gegna lykilhlutverki í að tryggja skilvirka fráveitu og áreiðanlega afhendingu á heitu vatni og hreinu drykkjarvatni til heimila og fyrirtækja.

Við hjá Veitum leitum að framsýnum og lausnamiðuðum rekstrarstjóra til að leiða rekstur og viðhald fráveitu Veitna. Hluti af fráveitu Veitna eru dælu- og hreinsistöðvar ásamt regnvatns- og fráveitulögnum. Deildin ber ábyrgð á daglegum rekstri og viðhaldi dreifikerfa (borholur, geymar, dælustöðvar, hreinsistöðvar, lagnir) sem tryggja örugga og skilvirka þjónustu með áreiðanleika og sjálfbærni að leiðarljósi.

Við leitum að manneskju sem býr yfir sterkri ábyrgðartilfinningu, drifkrafti og umbótavilja sem vill bætast í öflugt teymi Vatnsmiðla. Í þessu starfi munt þú starfa samhliða öðrum rekstrarstjórum og sérfræðingum Veitna og bera ábyrgð á rekstri fráveitunnar, viðhaldi og uppitíma.

Hlutverkið felur í sér að:

  • tryggja öruggan og áreiðanlegan rekstur
  • bera ábyrgð á rekstar-, eftirspurnar- og viðhaldsáætlunum
  • veita forvirkar upplýsingar og framúrskarandi þjónustu
  • nýta gögn og innsæi til að bæta skilvirkni og þróun kerfanna

Við leitum að manneskju sem:

  • er skipulögð, lausnamiðuð og með sterka öryggisvitund
  • býr yfir góðri samskiptahæfni og þjónustulund
  • hefur áhuga og þekkingu á veitukerfum
  • sýnir frumkvæði og aðlögunarhæfni í daglegum rekstri
  • er framsýn og hefur drifkraft
  • hefur menntun sem nýtist í starfi, t.d. í verk- eða tæknifræði

Hvers vegna Veitur?

Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.

Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.

Um er að ræða tímabundið starf út mars 2027.

Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2025. Nánari upplýsingar veitir Örn Ingvi Jónsson deildarstjóri reksturs Vatnsmiðla, á netfanginu [email protected].

Auglýsing birt5. janúar 2026
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar