
Hjallastefnan
Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Hjallastefnan rekur í dag 14 leikskóla og þrjá grunnskóla.
Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands.
Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta.
Skólar Hjallastefnunnar starfa sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Stöður leikskólakennara á Litlu Ásum haustið 2025
Leikskólinn Litlu Ásar leitar að leikskólakennurum
Leikskólinn er rekinn af Hjallastefnunni og starfar samkvæmt hugmyndafræði hennar. Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna.
Við leitum að lífsglöðum, kærleiksríkum og skapandi leikskólakennurum sem hafa áhuga á að iðka jafnrétti, sjálfbærni og lýðræði í skólastarfi.
Við leitum að kennurum sem búa yfir:
- Áhuga á því að starfa samkvæmt hugmyndafræði Hjallastefnunnar
- Jákvæðu hugarfari
- Sveigjanleika
- Samskiptahæfni
- Hreinskiptni og áræðni
- Skapandi og lausnamiðaðri hugsun
Góð íslenskukunnátta skilyrði fyrir ráðningu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla og umönnun leikskólabarna
- Skipulag hópastarfs inni og úti
- Foreldrasamskipti
Menntunar- og hæfniskröfur
Við leitum að
- Leikskólakennurum
- Kennurum með leyfisbréf til kennslu á öðrum skólastigum
- Kennurum með aðra uppeldisfræðimenntun/háskólamenntun
- Kennurum sem eru óhræddir við útiveru og elska ævintýri
- Reynsla af Hjallastefnuskólastarfi er mikill kostur
Fríðindi í starfi
- Litlu Ásar eru staðsettir í náttúruperlu við Vífilsstaði
- Kaffitímar
- Mjög góður og hollur matur
Auglýsing birt5. maí 2025
Umsóknarfrestur20. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Vífilstaðavegur 118 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Grunnskólakennari - Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð

Deildarstjóri á Lækjarbrekku – Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð

Grunnskólakennari - Hólabrekkuskóli
Hólabrekkuskóli

Kennari í stoðþjónustu Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Verkefnastjóri grunnhópa í fimleikum
Ungmennafélagið Fjölnir

Sérkennari á yngsta stig - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Heilsuleikskólinn Asparlaut - Deildarstjóri
Reykjanesbær

Myndmenntakennari– Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær

Sérkennari - Grunnskólinn í Borgarnesi
Borgarbyggð

Leikskólakennari óskast í spennandi störf
Kópasteinn