

Stefnu- og gæðastjóri
Laust er til umsóknar fullt starf stefnu- og gæðastjóra á rektorsskrifstofu Háskóla Íslands. Stefnu- og gæðastjóri hefur umsjón með kerfisbundnu stefnu- og gæðastarfi skólans sem hefur það að markmiði að tryggja gæði og stuðla að framþróun í starfsemi hans.
Starfið heyrir undir rektor og er unnið í nánu samstarfi við aðstoðarrektor vísinda og þverfræðileika og aðra stjórnendur. Starfinu fylgir víðtækt samstarf og samráð bæði innan og utan Háskóla Íslands, m.a. við miðlæga stjórnsýslu, stjórnendur og starfsfólk fræðasviða og deilda, stúdenta, ásamt innlendum og erlendum samstarfsaðilum á sama sviði. Áhersla er lögð á að stefnu- og gæðastarf innan Háskóla Íslands byggi á traustum gögnum og nýti tæknilausnir til að styðja stjórnendur, starfsfólk og stúdenta við að efla gæði og tryggja skilvirkni og góða nýtingu tíma og fjármuna.
- Hafa umsjón með rekstri og framþróun stjórnunarkerfis stefnu- og gæðastarfs við skólann.
- Tryggja að stjórnunarkerfi stefnu- og gæðastarfs styðji við stjórnendur, starfsfólk og stúdenta og uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til skólans af utanaðkomandi aðilum.
- Efla gæðamenningu og samþætta stefnu- og gæðastarf á þann hátt að það leiði til stöðugra umbóta og framþróunar á starfsemi skólans.
- Fer fyrir stefnu- og gæðateymi skólans.
- Ritari Stefnu- og gæðaráðs Háskóla Íslands.
- Fulltrúi skólans í ráðgjafarnefnd Gæðamats íslenskra háskóla.
- Reynsla af stefnu- og gæðastarfi.
- Reynsla af stjórnun.
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
- Reynsla af störfum í háskólaumhverfi, svo sem af kennslu- og vísindastörfum, er kostur.
- Gott vald á upplýsingatækni og notkun hennar við stefnu- og gæðamál og geta til að tileinka sér og innleiða nýjungar á því sviði er æskileg.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leiðtogafærni.
- Góð íslensku og enskukunnátta ásamt hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og faglegan hátt, bæði í ræðu og riti.

