
Borgarleikhúsið
Borgarleikhúsið er fjölsóttasta leikhús landsins og sviðsetur um 15 leiksýningar á ári auk ýmissa annarra viðburða. Í leikhúsinu starfa milli 180-200 manns með metnað, fagmennsku og framsýni að leiðarljósi. Leikfélag Reykjavíkur annast rekstur Borgarleikhússins skv. samningi við Reykjavíkurborg og er félagið eitt elsta menningarfélag landsins, 125 ára gamalt.

Starfsmaður í hljóðdeild Borgarleikhúss
Starfsfólk hljóðdeildar vinnur að undirbúningi og uppsetningu leiksýninga með tilliti til hljóðvinnslu. Hljóðmenn bera ábyrgð á og hafa umsjón með hljóðkeyrslu og hljóðhönnun auk annarra verkefna/viðburða sem snúa að hljóðmálum í Borgarleikhúsinu. Jafnframt hafa hljóðmenn umsjón með upptökum og auglýsingagerð fyrir leikhúsið, auk uppsetningu og viðhalds tækjabúnaðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hljóðkeyrsla og hljóðhönnun sýninga Borgarleikhússins auk annarra viðburða, t.d. ráðstefnur, fundir og tónleikar.
- Vinnur að tæknilegri útfærslu á uppsetningu hljóðbúnaðar í samráði við listræna stjórnendur og aðrar deildir á framleiðslutíma uppsetninga.
- Vinnur að tæknilausnum á leikhljóði sem snýr t.d. að leikmynd, leikmunum, búningum og öðru.
- Ábyrgð á gæðum og öryggi tæknilegra atriða auk lausn tæknilegra vandamála er upp geta komið.
- Umsjón með uppsetningu hljóðbúnaðar, keyrslu sýninga og niðurtekt þeirra.
- Sinnir eftirliti og viðhaldi á hljóðbúnaði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Hljóðtæknimenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
Auglýsing birt20. október 2025
Umsóknarfrestur3. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Listabraut 3, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHandlagniSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Rafvirki/Rafeindavirki/Vélstjóri í Tæknideild Nortek á Akureyri.
Nortek

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

marvaða leitar að tæknilegum verkefnastjóra
marvaða ehf.

Rafeindarvirki / Rafvirki - þjónustudeild
Fálkinn Ísmar

Verkefnastjóri rafmagns / rafvirki
Rými

Deildarstjóri viðhaldsdeildar / Maintenance Manager
Alvotech hf

Spennandi tækifæri hjá Alvotech / Maintenance Technician
Alvotech hf

Line Drive Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Robot maintenance technician
NEWREST ICELAND ehf.

Rafvirki / rafeindavirki
Leiðni slf

Almenn umsókn
Tandur hf.

Þjónustufulltrúi tækniþjónustu
Tandur hf.