Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Starfsfólk á nýtt heimili fyrir börn

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir starfsfólki til starfa í nýrri þjónustueiningu á heimili fyrir börn. Helstu markmið þjónustunnar er að veita fjölskyldumiðaða þjónustu sem mætir þörfum barna og fjölskyldna fyrir sértæka þjónustu. Auka lífsgæði barna, þátttöku þeirra í samfélaginu og bæta líðan þeirra. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og barnasáttmálinn eru grunnstoðir starfseminnar.

Um er að ræða stöður í vaktavinnu í sólarhringsþjónustu

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Faglegt starf með börnum með þroskaraskanir
  • Einstaklingsmiðuð persónuleg þjónusta
  • Aðstoð og stuðningur í daglegu lífi
  • Fjölskyldumiðuð þjónusta
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Félagsliðamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
  • Þekking og reynsla af starfi með börnum með fatlanir
  • Sjálfstæði í starfi og skipulagshæfni
  • Þjónustulund, góð framkoma og jákvætt viðmót
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Birkihólar 18, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar