
Hjallastefnan
Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Hjallastefnan rekur í dag 14 leikskóla og þrjá grunnskóla.
Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands.
Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta.
Skólar Hjallastefnunnar starfa sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Spennandi starf á leikskólanum Hraunborg á Varmalandi
Viltu bætast í okkar frábæra hóp?
Hjallastefnu leikskólinn Hraunborg á Varmalandi leitar að öflugum leikskólakennara/leiðbeinanda til starfa í 50-100 % stöðu. Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstakling sem til í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun æskileg
Reynsla af vinnu með börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur19. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Varmaland-skóli 134934, 311 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Deildarstjórar í leikskólann Borg
Leikskólinn Borg

Leikskólastjóri - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennarar - Skarðshlíðarleikskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennari- Leikskólinn Hvammur
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður í frístundarstarfi fyrir ungmenni með stuðningsþarfir
Reykjanesbær

Stapaskóli - Kennari í hönnun og smíði
Reykjanesbær

Stuðningsfulltrúi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli

Eyrarskjól á Ísafirði - Kjarnastjóri/Deildarstjóri
Hjallastefnan leikskólar ehf.

Leikskólinn Reykjakot óskar eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda
Leikskólinn Reykjakot

Ævintýraborg við Nauthólsveg óskar eftir leikskólakennara
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Aðstoðarleikskólastjóri óskast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Stærðfræðikennari á unglingastigi hjá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri