
Laugarás Lagoon
Í sumar bætist ný perla í einstakt landslag uppsveita Árnessýslu. Laugarás Lagoon er nýr baðstaður í hjarta Suðurlands, við hina glæsilegu brú sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Baðstaðurinn er hannaður þannig að hann fellur á fullkominn hátt inn í landslagið og veitir gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verður tilkynnt með vorinu.
Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verður veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.

Sölu- og bókanafulltrúi / Sales and booking representative
(English below)
Við leitum að sölu- og bókunarfulltrúa til að ganga til liðs við okkur í uppbyggingu og sölu á baðstaðnum Laugarás Lagoon sem opnar á næstu misserum.
Í þessu hlutverki tekur þú á móti bókunum og fyrirspurnum frá gestum, samstarfsaðilum og ferðaskrifstofum. Þú sérð um að halda utan um bókanir, skráningu og söluflæði – og tryggir að upplifun gesta hefjist með hlýju og fagmennsku frá fyrstu samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka bókana og fyrirspurna í gegnum síma, netpóst og bókunarkerfi
- Umsjón með sölukerfum og daglegri bókunarvinnu
- Kynning og sala á þjónustu og/eða vörum fyrirtækisins
- Byggja upp og viðhalda góðum tengslum við viðskiptavini og samstarfsaðila
- Samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini
- Þátttaka í kynningarstarfi og viðburðum eftir þörfum
- Vinna þvert á teymi og deildir til að tryggja góða upplifun viðskiptavina
- Almenn skrifstofustörf tengd sölu og bókun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu- og/eða bókunarstörfum er kostur
- Mjög góð tölvukunnátta (t.d. bókunarkerfi, CRM, Office-pakki)
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti (önnur tungumál kostur)
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
- Jákvæðni, drifkraftur og sveigjanleiki í starfi
Við leitum að einstaklingi sem:
- Hefur áhuga á þjónustu og samskiptum
- Nýtur þess að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
- Er lausnamiðaður og getur unnið undir álagi
- Vill taka þátt í að efla upplifun viðskiptavina
Fríðindi í starfi
Við bjóðum:
- Tækifæri til að taka þátt í að skapa glænýjan vinnustað í einstöku umhverfi á Suðurlandi
- Sveigjanlegan vinnutíma (mögulega kvöld/vaktavinna)
- Tækifæri til starfsþróunar
- Líflegt starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar
- Aðgang að þjónustu fyrirtækisins
Auglýsing birt16. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skálholtsvegi 1, Laugarási
Dugguvogi 42, Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaMannleg samskiptiSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Yfirþjónn / Head Waiter
Laugarás Lagoon

Vaktstjóri þjónustu og upplifunar
Laugarás Lagoon

Uppvask / Kitchen porter
Laugarás Lagoon

Gestgjafi þjónustu og upplifunar/Guest experience host
Laugarás Lagoon

Kokkar / Chefs
Laugarás Lagoon

Mannauðs-og öryggisstjóri / HR & Safety Manager
Laugarás Lagoon

Bað- og öryggisvörður/Spa Safety Attendant
Laugarás Lagoon
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í söluteymi Dineout
Dineout ehf.

Hlutastörf í Icewear Vestmannaeyjum
ICEWEAR

Verslunarstjóri - Kjörbúðin Dalvík
Kjörbúðin

Sala varahluta - Akureyri
Brimborg

Sölusnillingur óskast í frábært teymi notaðra bíla
Hekla

Söluaðili fyrir sérsniðnar vörur – sveigjanlegt starf
GGWP ehf.

Bílstjóri óskast
Íshestar

Car Wash – Avis car rental, Keflavík
Avis og Budget

Sölumaður Fagverslun
Rafkaup

Söluráðgjafi einstaklinga
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.

Umsjónarmaður í móttöku
Dalahótel

Sölufulltrúi á Akureyri
Avis og Budget