
Kóraskóli
Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.
Í Kóraskóla er lögð áhersla á að við berum virðingu fyrir hvert öðru sem nemendur, foreldrar og starfsfólk. Öll eiga rétt á að njóta öryggis, vera laus við stríðni, meiðingar, hrekki og einelti. Kóraskóla hefur það að markmiði að skapa nemendum og starfsfólki góðan vinnustað þar sem öll geta notið sín í góðum vinnufriði með hlýlegu andrúmslofti.

Skólaliða vantar í Kóraskóla
Leitað er eftir skólaliða í 90% starf til að annast létt þrif á húsnæði og til aðstoðar í eldhús. Um er að ræða tímabunda stöðu til júní 2026.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Kóraskóli er í Vallakór í Kópavogi og tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru rúmlega 280 nemendur og 30 starfsmenn. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi, framsækið skólastarf og jákvæðan skólabrag.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ræstingar á húsnæði í samráði við stjórnendur og húsvörð.
Aðstoð í matsal og mötuneyti.
Önnur verkefni í samráði við yfirmenn.
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð íslensku kunnátta
Jákvæðni, frumkvæði og góð samskiptahæfni
Sjálfstæði og skipuleg vinnubrögð
Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
Starfsmenn Kópavogsbæjar fá frítt í sundlaugar bæjarins.
Auglýsing birt24. október 2025
Umsóknarfrestur3. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Vallakór 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniSjálfstæð vinnubrögðÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Ræstir - Cleaner
Eignaþrif

Starfsfólk í íþróttamiðstöð - Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð

Occasional job in cleaning /Tilfallandi afleysing
AÞ-Þrif ehf.

Ræstingar í Garðabæ / Cleaning in Garðabær
Dagar hf.

Hlutastörf í ræstingum / Part time jobs in cleaning
Dagar hf.

Ræstingastjóri
Klíníkin Ármúla ehf.

Störf í ræstingum á Akureyri / Cleaning jobs in Akureyri
Dagar hf.

Jákvætt og hjartahlýtt starfsfólk óskast í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vaktstjóri Árbæjarlaug
Reykjavíkurborg

Heimilisþrif
Heimilisþrif

Bílaþrif - Car Wash Representative
Lava Car Rental

Laugarás Lagoon óskar eftir starfsfólki í þrif/ Join Our Cleaning Team
Laugarás Lagoon