Varma og Vélaverk
Varma og Vélaverk
Varma og Vélaverk

Sérfræðingur óskast á þjónustusvið Varma og vélaverks

Sérfræðingur óskast á þjónustusvið Varma og vélaverks.

Varma og vélaverk óskar eftir að ráða öflugan og sjálfstæðan einstakling til að sinna þjónustu og uppsetningu á búnaði fyrirtækisins ásamt sölu á varahlutum.

Hjá fyrirtækinu starfar samheldinn og góður hópur starfólks sem annast tækniþjónustu, varahlutaþjónustu og ráðgjöf auk innflutnings og sölu á vörum og búnaði frá viðurkenndum framleiðendum.

Helstu viðskiptavinir eru veitur og sjávarútvegsfyrirtæki landsins og lögð er áhersla á að finna hentugar og hagstæðar lausnir fyrir viðskiptavini.

Um er að ræða góðan og áhugaverðan vinnustað sem m.a. býður upp á samkeppnishæf laun og gott starfsumhverfi.

Áhugasamnir eru hvattir til að sækja um og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. Sótt er um starfið á www.alfred.is og á heimasíðu Fagkaupa, undir laus störf.

Frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.vov.is og einnig á www.fagkaup.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • halda utan um tækniþjónustu, viðgerðir, varahlutaþjónustu og veita ráðgjöf til viðskiptavina.
  • Innflutningur á vörum og sala á vörum og búnaði frá viðurkenndum framleiðendum.
  • Samskipti við viðskiptavini, tilboðsgerð og eftirfylgdni

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði vélstjórnar og vélfræði
  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af þjónustu við sjávarútveg eða orkufyrirtæki er kostur.
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur til umhverfisvænna ferðamáta 
  • Niðurgreiddur hádegismatur 
  • Öflugt starfsmannafélag og gott félagslíf.
Auglýsing birt15. janúar 2026
Umsóknarfrestur6. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Knarrarvogur 4, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Viðskiptasambönd
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar