
Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila.
Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um skipulag haf- og strandsvæða, laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Hjá stofnuninni ríkir góður starfsandi og í boði er góð starfsaðstaða. Nánari upplýsingar má finna á www.skipulag.is
Sérfræðingur í skipulagsmálum
Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við fjölbreytt verkefni í skipulagsmálum með áherslu á aðal- og deiliskipulags.
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt viðfangsefni og getu til að leysa verkefni bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra.
Um 100% starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og leiðbeiningar um skipulagsgerð sveitarfélaga, sérstaklega varðandi gerð og afgreiðslu aðal- og deiliskipulags.
- Ýmis verkefni við miðlun, leiðbeiningar og kynningarmál um skipulagsmál.
- Þátttaka í vinnu við þróun leiðbeininga, laga og reglugerða á sviði skipulagsmála.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, svo sem á sviði skipulagsfræði eða arkitektúrs.
- Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu á sviði skipulagsmála.
- Færni í notkun landfræðilegra upplýsingakerfa.
- Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum.
- Frumkvæði, skapandi hugsun og metnaður til að ná árangri.
- Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
- Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (9)

Policy Officers Internal Market Division
EFTA Secretariat

Sérfræðistarf á þjónustusviði, Akureyri
Skatturinn

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Vesturbyggð

Sviðsstjóri stefnumótunar og miðlunar
Skipulagsstofnun

Sérfræðingur í þróun mannvirkjaskrár
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Heilbrigðisfulltrúi - Vesturland
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Arkitekt
THG Arkitektar

Verkefnastjórar óskast: Hönnun og framkvæmdaráðgjöf
Hnit verkfræðistofa

BIM sérfræðingar óskast
Hnit verkfræðistofa