Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í öryggismálum

Við leitum að árangursdrifnum einstaklingi til að sinna flugöryggismálum á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi mun starfa innan Öryggisstjórnunar í Flugöryggisdeild. Viðkomandi þarf að hafa mikinn áhuga á öryggismálum og einnig er þekking og reynsla af störfum tengdum flugi og flugvöllum mikill kostur.

Starfað er í samræmi við öryggisstjórnunarkerfi flugvallarins og ytri sem innri kröfur til öryggis starfseminnar.

Starf sérfræðingsins er fjölbreytt í síbreytilegu umhverfi í fyrirtæki með öfluga og virka öryggismenningu, þar sem lögð er áhersla á fagmennsku, samstarf og stöðugar umbætur.

Helstu verkefni:

  • Umsjón og eftirfylgni með atvikaskráningum og greiningu atvika
  • Rannsókn atvika og skýrslugerð
  • Framkvæmd og eftirfylgni öryggismata
  • Framkvæmd öryggisúttekta
  • Framkvæmd öryggiskannana
  • Þátttaka í mótun þjálfunar og uppfærslu ferla og skjala
  • Virk þátttaka í eflingu öryggisvitundar starfsmanna

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða viðeigandi menntun í flugmálum.
  • Þekking og/eða reynsla af gæða- og öryggisstjórnun er kostur
  • Þekking á flugmálum og flugvallarekstri er æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2025.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðjón Atlason, deildarstjóri flugöryggisdeildar, [email protected]

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar