
FINDS
Við hjá FINDS erum sérfræðingar í netverslun og vinnum með mörgum af þekktustu vörumerkjum landsins. Við byggjum lausnir sem tengja saman góða hönnun, tækni og mælanlegan árangur í markaðsstarfi. FINDS er hluti af Pipar\TBWA og Ceedr. Saman gefum við vörumerkjum tækifæri til að vaxa með sköpunarkrafti, skýrri stefnu og markaðssetningu byggða á gögnum.
Sérfræðingur í netverslununum (E-commerce Specialist)
FINDS leitar að sérfræðingi í netverslun
Góð netverslun snýst um flæði, þjónustu og upplifun. Sem sérfræðingur í netverslun hjá FINDS munt þú vinna með Shopify, Magento, WooCommerce, Klaviyo og fleiri verkfæri sem tengja saman hönnun, tækni og fólk. Þú gegnir einnig lykilhlutverki í verkefnastjórnun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sjá um og þróa Shopify-verslanir fyrir þekkt íslensk vörumerki.
- Skipuleggja og vinna verkefni með hönnuðum, forriturum og markaðsfólki.
- Setja upp og fínstilla herferðir í Klaviyo og öðrum markaðstólum.
- Greina gögn og finna tækifæri til að bæta árangur.
- Vinna með sjálfvirkni og gervigreind og finna nýjar leiðir til að bæta upplifun viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hefur reynslu af netverslun og markaðssetningu.
- Skilur gögn, ferla og árangursmælingar.
- Hefur reynslu af smásölu og/eða skilur áhrif góðrar þjónustu og framsetningar á viðskiptavini.
- Hefur hæfni í verkefnastjórnun.
- Er forvitinn, skipulagður og drífandi.
Auglýsing birt11. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Guðrúnartún 8, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)

Sveriges ambassad söker assistent till ambassadören med delansvar för främjande
Sendiráð Svíþjóðar

Upplýsingafulltrúi
Samorka

Upplýsingatækni og markaðsmál
Kraftvélar ehf.

Viðskiptastjóri / Business Developer
Lava Car Rental

Verkefnastjóri á launadeild
Landspítali

Ert þú öflugur markaðssérfræðingur?
Síminn

UI / UX hönnuður
Codelab