
Orkufjarskipti hf.
Orkufjarskipti hf. var stofnað í desember árið 2011 og er félagið í eigu Landsnets, Landsvirkjunar og Rariks. Orkufjarskipti mynda eina af forsendum nútímaorkukerfis með því að þróa og þjónusta raforkukerfi eigenda sinna með fjarskiptaþjónustu á landsvísu sem stendur fyllilega undir ströngustu kröfum um öryggi og áreiðanleika. Orkufjarskipti leggja mikla áherslu á fagleg, öguð og vönduð vinnubrögð við rekstur félagsins. Félagið hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2012.

Sérfræðingur í fjarskiptum
Orkufjarskipti leitar að ábyrgum og sjálfstæðum einstaklingi til að vinna við fjarskiptainnviði og fjarskiptakerfi félagsins ásamt tengdum verkefnum á starfssviði þess. Verkefnin eru unnin í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga í fjarskiptum hjá félaginu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppbygging og rekstur fjarskiptabúnaðar Orkufjarskipta
- Uppbygging og rekstur ljósleiðarakerfis Orkufjarskipta
- Þjónusta við viðskiptavini Orkufjarskipta og rekstur búnaðar og kerfa sem Orkufjarskipti nota til að veita viðskiptavinum þjónustu.
- Umsjón, eftirlit og samskipti við undirverktaka um framkvæmd verkefna sem unnin eru fyrir Orkufjarskipti
- Eftirlit með að öryggiskröfum Orkufjarskipta sé framfylgt í verkefnum á vegum félagsins
- Þátttaka í bakvöktum við rekstur og viðhald fjarskiptakerfa félagsins
- Önnur verkefni í þágu félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tækni eða fjarskipta
- Reynsla eða þekking á fjarskiptakerfum og fjarskiptainnviðum
- Áhugi á tækni og þróun í fjarskiptum er kostur
- Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi
- Sjálfstæði, frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur9. september 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Krókháls 5C, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Tæknifulltrúi með forritunarhæfni
Nova

Tæknifulltrúi hjá Nova
Nova

Iðnmenntaðir einstaklingar
Eldberg ehf.

Rafvirki
JL Rafverktakar ehf.

Sérfræðingur í jarðtækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Verkefnastjóri mælinga og eftirlits
Akureyri

Verkefnastjóri í nýframkvæmdir og endurbætur fasteigna og mannvirkja
Akureyri

Þjónustumaður við kæli- og frystikerfi á Akureyri
Frost

Þjónustustjóri
Olíudreifing

Verkefnastjóri hitakerfa
Umhverfis- og skipulagssvið

Vilt þú taka beinan þátt í uppbyggingu vegakerfisins á Vesturlandi og Vestfjörðum?
Vegagerðin

Rafvirki á rafmagnsverkstæði ON
Orka náttúrunnar