
Sensa ehf.
Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum.
Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.

Sérfræðingur á sviði fjármála og mannauðs - Töluglögg og tilfinningagreind manneskja óskast!
Við hjá Sensa erum að leita að reyndum og metnaðarfullum einstaklingi með mikla greiningarhæfni og góða færni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða stöðu sem heyrir bæði undir mannauðs- og fjármálasvið.
Helstu verkefni og ábyrgð
Fjármálasvið:
- Almenn bókhaldsstörf, afstemmingar og eftirfylgni
- Mánaðarleg uppgjör
- Samskipti við viðskiptavini og birgja
- Önnur tilfallandi verkefni
Mannauðssvið:
- Aðstoð við ráðningar og móttöku nýrra starfsmanna
- Utanumhald um námskeið og endurgreiðslur frá stéttarfélögum
- Ferðabókanir starfsfólks
- Skráning og viðhald upplýsinga í ýmsum kerfum tengdum mannauðssviði
- Ráðgjöf og stuðningur við starfsmenn og stjórnendur
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Starfsreynsla á sviði mannauðs- og/eða fjármála
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta og færni í Excel
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Heilsueflingarstyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Innheimtufulltrúi - Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

MANNAUÐSFULLTRÚI
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Bókari á fjármálasviði
Avis og Budget

Sérfræðingur í fjárhagsáætlunum og greiningum
Vegagerðin

Aðalbókari hjá Stólpa - spennandi og krefjandi starf
Stólpi ehf

Sérfræðingur á fjármálasviði
Bláa Lónið

Leitum að öflugum sölu- og markaðsfulltrúa
Einingaverksmiðjan

Starfsmaður í almenn skrifstofustörf
MD Vélar ehf

Spennandi tækifæri hjá Landhelgisgæslunni í Fjallabyggð
Landhelgisgæsla Íslands

Sérfræðingur í uppgjörum
Icelandair

Verkefnastjóri fjármála og Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

Newrest - Bókari / Accountant
NEWREST ICELAND ehf.