
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila.
Þær starfseiningar sem mynda Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru eftirfarandi: Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilsugæslan á Akureyri, Heilsugæslan á Dalvík, Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands nær því frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri.
Á upptökusvæðinu búa um 37.000 manns og starfsmannafjöldi er rúmlega 650 talsins. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.

MANNAUÐSFULLTRÚI
Ert þú nákvæma talnatýpan sem elskar að vera í samskiptum við fólk?
Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskar eftir að ráða jákvæðan og skipulagðan aðila í 50% starf mannauðsfulltrúa.
Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra mannauðs
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn launavinnsla og yfirferð í Vinnustund
- Gerð ráðningasamninga
- Útreikningar á kjörum og réttindum starfsmanna skv. samningum
- Umbætur og eftirlit með ferlum tengdum starfssviðinu
- Ráðgjöf við starfsfólk og stjórnendur um málefni sem snúa að launakjörum
- Launagreiningar
- Önnur verkefni falin af framkvæmdastjóra mannauðs
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góða greiningarhæfni, nákvæmni og talnagleggni
- Góða tölvukunnáttu og tæknilæsi. Góð kunnátta í excel er skilyrði.
- Ríka skipulagshæfni og getu til að forgangsraða
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt lausnamiðað hugarfar
- Frumkvæði, metnað, drifkraft og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Mjög góða færni í íslensku og góða enskukunnáttu
- Ökuleyfi, hreint sakavottorð og gott orðspor
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur9. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Auðbrekka 5, 640 Húsavík
Hvannavellir 14, 600 Akureyri
Norðurlandsvegur 1, 540 Blönduós
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar



