Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Sálfræðingur barna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir eftir sálfræðingi barna í 90% stöðu. Staðan er laus og er upphafsdagur í starfi eftir samkomulagi. Starfið er hluti af sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum HVE og starfsstöðin er á Akranesi.

Um er að ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu umhverfi sem býður upp á víðtæka möguleika á þróun í starfi fyrir sálfræðinga.

Á heilsugæslustöðvum HVE starfa bæði fullorðins og barnasálfræðingar.

Nánari upplýsingar um sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum HVE má finna á www.hve.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mat, greining og meðferð á vanda barna að 18 ára aldri

  • Hópmeðferð, námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla.

  • Einstaklingsmiðuð gagnreynd meðferðarvinna.

  • Námskeiðshald, ráðgjöf og fræðsla

  • Þátttaka í þróun sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar á Vesturlandi

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi frá landlækni til þess að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.

    • Skilyrði að umsækjendur séu með staðfest starfsleyfi landlæknis.

  • Þekking og reynsla af gagnreyndum sálfræðimeðferðum

  • Reynsla af notkun sálfræðilegra prófa og greiningartækja æskileg.

  • Samskiptahæfni og sveigjanleiki.

  • Ökuréttindi.

  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Auglýsing birt29. desember 2025
Umsóknarfrestur8. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Merkigerði 9, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar