
Salaskóli
Salaskóli er staðsettur í Salahverfi, í Leirdal, sem liggur norðan við Rjúpnahæð. Skólinn býr við afbragðsgóða aðstöðu. Húsnæði skólans er hlýlegt og gott og skólinn er vel búinn kennslugögnum og tækjum. Við hlið skólans er íþróttamiðstöðin Versalir og þar eru íþróttasalir og sundlaugar sem skólinn hefur afnot af.
Umhverfi skólans er fjölbreytt og gefur mikla möguleika til fjölbreyttrar kennslu. Skammt frá skólanum er útivistarsvæði sem er notað í útikennslu og einnig er stutt í bæði Elliðavatn og Vífilstaðavatn. Skólalóðin er hönnuð með tilliti til útikennslu en hún er fjölbreytt með völlum og leiktækjum.
Einkunnarorð skólans eru vinátta, virðing og samstarf en allt starf skólans tekur mið af þeim.

Salaskóla vantar frístundaleiðbeinendur í frístund yngri barna - hlutastarf
Í Salaskóla vantar frístundaleiðbeinendur fyrir skólaárið 2025-2026.
Um er að ræða hlutastörf sem geta hentað vel með námi. Vinnutími virka daga kl. 13:00-16:00/16:30. Ráðning þarf að vera sem fyrst og til loka skólaárs.
Salaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. árgangi. Í Salaskóla eru um 500 nemendur og um 100 starfsmenn. Í skólanum er faglegt og metnaðarfullt starf undir einkunnarorðunum vinátta - virðing - samstarf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi.
Í starfi frístundaleiðbeinenda felst stuðningur við nemendur í 1.-4. bekk í frístundastarfi eftir að formlegum skóladegi lýkur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hópa- og klúbbastarf með nemendum í fjölbreyttum aðstæðum í frístundastarfi, inni og úti.
- Vinna samkvæmt stefnu skólans, áætlunum og verkefnalýsingum
- Samstarf við alla aðila skólasamfélagins um hagsmuni nemenda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
- Stundvísi og reglusemi og geta tekið leiðsögn
- Frumkvæði og jákvæðni
- Góð tök á íslensku
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Auglýsing birt18. ágúst 2025
Umsóknarfrestur26. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Versalir 5, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMetnaðurStundvísiÞolinmæði
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Starfskraftur í frístund í Hjallastefnunni í Hafnarfirði
Hjallastefnan

Frístundarleiðbeinandi í frístundaheimili á Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi með umsjón
Hitt húsið

Félagsmiðstöðin Fókus, hlutastarf
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Frístundaráðgjafi í tímavinnu
Fjölskyldusvið

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Frístundaleiðbeinandi í Lindaskóla
Lindaskóli

Starfsmaður í frístundaþjónustu við ungmenni með fötlun
Suðurnesjabær

Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðina Hellinn
Frístundamiðstöðin Miðberg

Leikskólakennari
heilsuleikskólinn Urriðaból II

Skóla- og frístundaliði í Skarðsel - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær