
Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun með þjónustu við fatlað fólk og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar.
Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á fjórða hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 440 í tæplega 300 stöðugildum.
Félagið veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.

Reynslumikill stjórnandi óskast
Óskað er eftir forstöðumanni til starfa á heimili fólks með fötlun á íbúðarkjarna á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða 100% starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknafrestur er til 24.maí 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir, stefnu og verkferla félagsins
- Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri heimilisins, stjórnun og starfsmannahaldi
- Að vinna eftir innri gæðaviðmiðum og kröfulýsingu heimilisins
- Einkafjármunir íbúa og hússjóður samkvæmt umboði
- Meðferð gagna og upplýsinga sé í samræmi við lög sem þeim tilheyra
- Innra faglegt starf og þjónusta við íbúa
- Að vinna einstaklingsmiðaðar þjónustuáætlanir með íbúum
- Samstarf við íbúa, aðstandendur og aðra samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Að minnsta kosti 5 ára starfsreynslu.
- Starfið krefst þekkingar á málefnum fatlaðs fólks og rík áhersla er lögð á hugmyndafræði og fagleg vinnubrögð.
- Reynsla af starfsmannahaldi og stjórnun er nauðsynleg.
- Góð samskiptafærni í töluðu og rituðu máli og sjálfstæð vinnubrögð.
- Krefst tölvufærni ásamt góðrar íslensku og enskukunnáttu.
- Frumkvæði, sjálfstæði og leiðtogafærni.
Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur24. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Brekkuás 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniLeiðtogahæfniLíkamlegt hreystiMannauðsstjórnunMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðStarfsmannahaldTeymisvinnaVaktaskipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar