
Hótel Klettur
Hótel Klettur er glæsilegt fyrsta flokks hótel, steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur. Á hótelinu eru 166 herbergi, þar af 145 Standard herbergi, 18 Deluxe herbergi og 3 fjölskylduherbergi. Deluxe herbergin eru 18 talsins en 10 þeirra hafa einkasvalir og fimm hafa útsýni yfir sundið og nærliggjandi fjöll. Á fyrstu hæð hótelsins er falleg setustofa auk morgunverðarsalar þar sem boðið er upp á veglegan morgunverð sem er innifalinn. Einnig má þar finna glæsilega setustofu og leikherbergi. Þar er hægt að spila pool, fótboltaspil og einnig geta börnin setið í setukrók og horft á skemmtilegt íslenskt barnaefni.
Nafn hótelsins er dregið af kletti sem hefur fengið að njóta sín á fyrstu hæð hótelsins og springur þar út í gegnum vegginn. Allt útlit og innviðir hótelsins fá innblástur frá íslenskri náttúru og þá sérstaklega íslenskum bergtegundum.

Reyndur móttökustarfsmaður óskast
Hótel Klettur leitar að starfsmanni með reynslu í gestamóttöku.
Vaktarvinna á 2-2-3 vöktum, 8h - 20h. Leitum að sterkum einstaklingi með eftirfarandi eiginleika:
- Ríka þjónustulund
- Hæfni í samskiptum
- Stundvísi
- Samviskusemi
- Mjög góða enskukunnátta, íslenska er plús sem og önnur tungum
- Góð tölvukunnátta
- Vinnur vel með öðrum
- Reynsla við móttökustörf
- Þarf að geta hafið vinnu strax
Eingöngu samskipti í gegnum Alfred.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Inn og útskráning gesta
- Yfirfara bókanir
- Hjálpa þernudeild með skipulag á þrifum og forgangsröðun
- Hjálpa gestum, selja ferðir og smávörur í móttöku
- Hafa augu með vörulager móttökuog panta
- Svara tölvupóstum og öðrum spurningum
Auglýsing birt11. ágúst 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Mjölnisholt 12-14 12R, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Microsoft ExcelSamviskusemiStundvísiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Grundarfjörður - verslunarstjóri
Vínbúðin

Sölumaður/kona
Everest

Stafsaulýsing _ Sölumaður í blómabúð
Blómagallerí ehf.

Liðsauki í vöruhús
Ískraft

Vöruafhending
Íspan Glerborg ehf.

Sölumaður í gjafavörudeild
Epal hf.

Starfsmaður í Gæludýr.is FITJUM Reykjanesbæ - Fullt starf og hlutastarf í nýrri verslun
Waterfront ehf

Starfsmaður á afgreiðslukassa - BYKO Breidd
Byko

Hlutastarf í verslun - BYKO Breidd
Byko

Desk agent - Full time
Rent.is

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Þjónusturáðgjafi í ELKO Lindum
ELKO