
Happdrætti Háskóla Íslands
Happdrætti Háskóla Íslands hefur tryggt uppbyggingu Háskóla Íslands í yfir 90 ára með því að afla fjár til húsbygginga, viðhalds og tækjakaupa. HHÍ er afþreyingarfyrirtæki sem rekur í dag þrenns konar peningahappdrætti: flokkahappdrætti, skyndihappdrætti (Happaþrennan) og skjávélahappdrætti (Gullnáman). Innan Happdrættis Háskóla Íslands starfar samheldinn hópur drífandi starfsmanna að því að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands til framtíðar.

Rekstrarstjóri Gullnámu
Rekstrarstjórinn ber heildarábyrgð á afkomu (P&L), stefnu og árangri Gullnámunnar, spilakassaleikja og tengdum afþreyingarleikjum. Hlutverkið er stjórnendastarf með ábyrgð á rekstri, tekjuþróun, kostnaðarstýringu og framtíðaruppbyggingu Gullnámunnar í samræmi við hlutverk og stefnu HHÍ.
Rekstrarstjórinn heyrir beint undir forstjóra og vinnur náið með stjórnendum og lykilstarfsfólki fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á afkomu (P&L) á rekstri Gullnámunnar, spilakassaleikja og tengdum afþreyingarleikjum, þ.m.t. netleikjum sem tengjast þessum flokki afþreyingarleikja.
- Mótun og innleiðing stefnu Gullnámunnar í samræmi við heildarstefnu HHÍ, sérstaklega m.t.t. ábyrgrar spilunar og regluverks um þennan rekstur.
- Ábyrgð á áætlanagerð, eftirfylgni, tekjuvexti, arðsemi, kostnaðarstýringu og rekstrarlegri frammistöðu þessa sviðs.
- Forgangsröðun og ákvörðun lykilverkefna, fjárfestinga og umbóta, þ.m.t. töluleg greining á rekstrinum.
- Yfirumsjón með umbótum, vöruþróun og vöruvali Gullnámunnar.
- Ábyrgð á rekstrarlíkani, samstarfi við rekstraraðila og lykilsamningum.
- Í samvinnu við stoðsvið, ber ábyrgð á að rekstur Gullnámunnar uppfylli kröfur um:
- Hlýtni og reglufylgni
- Öryggi
- Ábyrga spilun
- Peningaþvættisvarnir
- Leiða, stýra og þróa starfsfólk sviðsins, þar með talda markvissa hæfnisuppbyggingu.
- Tryggja að sviðið búi yfir nauðsynlegri þekkingu, ferlum og getu til að styðja við framtíðarþróun HHÍ.
- Taka virkan þátt í stefnumótun félagsins og eftirfylgni með stefnuverkefnum HHÍ.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða í viðskiptafræði eða öðrum greinum sem nýtast í starfi.
- 5+ ára reynsla af sölu- og/eða rekstrarmálum með viðeigandi afkomuábyrgð.
- Skilningur á tekjumódelum og uppbyggingu rekstrar.
- 3+ ára stjórnendareynsla og leiðtogahæfni.
- Skipulögð, lausnamiðuð og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð samskiptahæfni og hæfni til að byggja upp traust í samstarfi við stjórnendur
- Reiprennandi íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturFrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)



