Happdrætti Háskóla Íslands
Happdrætti Háskóla Íslands
Happdrætti Háskóla Íslands

Rekstrarstjóri Gullnámu

Rekstrarstjórinn ber heildarábyrgð á afkomu (P&L), stefnu og árangri Gullnámunnar, spilakassaleikja og tengdum afþreyingarleikjum. Hlutverkið er stjórnendastarf með ábyrgð á rekstri, tekjuþróun, kostnaðarstýringu og framtíðaruppbyggingu Gullnámunnar í samræmi við hlutverk og stefnu HHÍ.

Rekstrarstjórinn heyrir beint undir forstjóra og vinnur náið með stjórnendum og lykilstarfsfólki fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á afkomu (P&L) á rekstri Gullnámunnar, spilakassaleikja og tengdum afþreyingarleikjum, þ.m.t. netleikjum sem tengjast þessum flokki afþreyingarleikja.
  • Mótun og innleiðing stefnu Gullnámunnar í samræmi við heildarstefnu HHÍ, sérstaklega m.t.t. ábyrgrar spilunar og regluverks um þennan rekstur.
  • Ábyrgð á áætlanagerð, eftirfylgni, tekjuvexti, arðsemi, kostnaðarstýringu og rekstrarlegri frammistöðu þessa sviðs.
  • Forgangsröðun og ákvörðun lykilverkefna, fjárfestinga og umbóta, þ.m.t. töluleg greining á rekstrinum.
  • Yfirumsjón með umbótum, vöruþróun og vöruvali Gullnámunnar.
  • Ábyrgð á rekstrarlíkani, samstarfi við rekstraraðila og lykilsamningum.
  • Í samvinnu við stoðsvið, ber ábyrgð á að rekstur Gullnámunnar uppfylli kröfur um:
    • Hlýtni og reglufylgni
    • Öryggi
    • Ábyrga spilun
    • Peningaþvættisvarnir
  • Leiða, stýra og þróa starfsfólk sviðsins, þar með talda markvissa hæfnisuppbyggingu.
  • Tryggja að sviðið búi yfir nauðsynlegri þekkingu, ferlum og getu til að styðja við framtíðarþróun HHÍ.
  • Taka virkan þátt í stefnumótun félagsins og eftirfylgni með stefnuverkefnum HHÍ.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða í viðskiptafræði eða öðrum greinum sem nýtast í starfi.
  • 5+ ára reynsla af sölu- og/eða rekstrarmálum með viðeigandi afkomuábyrgð.
  • Skilningur á tekjumódelum og uppbyggingu rekstrar.
  • 3+ ára stjórnendareynsla og leiðtogahæfni.
  • Skipulögð, lausnamiðuð og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð samskiptahæfni og hæfni til að byggja upp traust í samstarfi við stjórnendur
  • Reiprennandi íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar