Hallormsstaðaskóli
Hallormsstaðaskóli
Hallormsstaðaskóli

Ráðsmaður

Hallormsstaðaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til að sinna starfi ráðsmanns. Starfið felur í sér skipulag, yfirsýn og ábyrgð á aðstöðu, matvælum og rekstri á vottuðu eldhúsi skólans. Ráðsmaður starfar náið með forstöðumanni og leggur sitt af mörkum til að tryggja gæði og fagmennsku í öllu starfi stofnunarinnar, með áherslu á gestrisni, þjónustulund og virðingu fyrir sögu og umhverfi sem leiðarljós í daglegri starfsemi.

Um stofnunina: Skólinn er staðsettur í hjarta Hallormsstaðaskógar á Austurlandi, um 27 km frá Egilsstöðum. Með 95 ára sögu sem fræðslu- og menningarsetur hefur skólinn lagt áherslu á tengsl við náttúru, menningu og sögu í einstöku umhverfi. Í samstarfi við Háskóla Íslands er boðið upp á heilsárs grunndiplómu í skapandi sjálfbærni. Sjá nánar á https://hi.is/hallormsstadur

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á rekstri vottaðs eldhúss, gæðastjórnun HACCP, innkaup, eldamennsku og þrifum. 
  • Ábyrgð á meðferð og geymslu matvæla, frágangi afurða. 
  • Umsjón með húseign, lóð, sorpgeymslu og matjurtagörðum.
  • Umsjón, skipulag og eftirlit með þrifum og þvotti sem nauðsynleg eru fyrir daglegan rekstur húsnæðis.
  • Þjálfun og leiðsögn við notkun vottaðs eldhúss.
  • Stuðla að sjálfbærni í rekstri, þar á meðal nýtingu staðbundinna hráefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun; háskólamenntun, iðn- eða starfsmenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Hæfni til að stýra verkefnum, skipuleggja og vinna á lausnamiðaðan hátt.
  • Reynsla af sjálfbærum lifnaðarháttum og/eða þekking á nýtingarmöguleikum staðbundinna hráefna er kostur.
  • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði til að skapa sjálfbært og skapandi vinnuumhverfi.
Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur18. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hallormsstaðaskóli , 701 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.BakaraiðnPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.KjötiðnPathCreated with Sketch.MatreiðsluiðnPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.MjólkuriðnPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar