Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun

Öryggis- og jöklasérfræðingur

Náttúruverndarstofnun óskar eftir sérfræðingi með reynslu og þekkingu á jökla- og íshellaferðum til að sinna faglegri umsjón með eftirliti með atvinnustarfsemi við jökla og samskiptum við hagsmunaaðila á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem áhersla er lögð á öryggismál. Starfið felur í sér ráðgjöf um atvinnustarfsemi á jöklum, auk þátttöku í stefnumótun og faglegu mati á verkefnum tengdum ferðamennsku á og við jökla.

Sérfræðingurinn er hluti af samhentu teymi á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Næsti yfirmaður er þjóðgarðsvörður á svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf í 100% starfshlutfalli, með starfsstöð á Höfn eða Skaftafelli.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á jökla- og íshellaeftirliti.
  • Skipulag eftirlits, útfærsla og eftirfylgni með atvikaskýrslum.
  • Samskipti við hagsmunaaðila á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
  • Þátttaka í útfærslu samninga vegna atvinnustarfsemi í íshellaferðum og jöklagöngum.
  • Þjálfun starfsfólks fyrir jökla- og íshellaeftirlit.
  • Ráðgjöf um áhrifamat og álit vegna umsókna um rannsóknir, kvikmyndaverkefni og framkvæmdir á jökli í samráði við þjóðgarðsverði og fagráð.
  • Almenn ráðgjöf og fræðsla um jökla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð samstarfs- og samskiptafærni.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að skipuleggja störf og fylgja málum eftir.
  • Þjálfun í fjalla- og jöklaleiðsögn sbr. skilgreiningu Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna um:
    • Jöklaleiðsögn 3
    • Fjallaleiðsögn 1
    • Íshellaleiðsögn 1 er kostur
  • Þekking á öryggismálum.
  • Að minnsta kosti þriggja ára samfelld starfsreynsla á jökli æskileg.
  • Starfsreynsla sem fullnuma jöklaleiðsögumaður sbr. skilgreiningu Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna er kostur.
  • Háskólanám sem nýtist í starfi er kostur.
  • Landvarðaréttindi eru kostur.
Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur3. nóvember 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Litlabrú 2, 780 Höfn í Hornafirði
Skaftafell 1 160184, 785 Öræfi
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar