FOB ehf.
FOB ehf.

NPA aðstoðamaður óskast í 50% dagvinnustarf.

Viltu koma í NPA aðstoðarvinahópinn minn? Ég er 25 ára jákvæður og lífsglaður strákur sem leitar að ábyrgðarfullum og traustum einstaklingi til að bætast í minn frábæra NPA aðstoðarvinahóp.

Um er að ræða 50% starf á dagvöktum og annan hvern laugardag. Einnig stendur til boða viðbótarvaktir um kvöld eða helgar og/eða tilfallandi aðstoð á ferðalögum innan lands-og utan, allt skv. nánara samkomulagi.

Ég er í hjólastól og þarfnast aðstoðar við verkefni daglegs lífs - allt frá heimilisverkum og persónulegri umönnun yfir í skemmtilegar og fjölbreyttar athafnir utan heimilis.

Um mig:

Ég er félagslyndur og lífsglaður og hef fjölbreytt áhugamál. Ég nýt þess að fara á tónleika, í leikhús og bíó, út að borða, ferðast innanlands og erlendis - og slaka á heima í góðum félagsskap.

Ég leita að aðstoðarmanni sem:

  • Er skipulagður, sjálfstæður og hlýr í samskiptum
  • Er með bílpróf
  • Talar íslensku
  • Er með hreint sakavottorð
  • Hefur skilning á og virðingu fyrir hugmyndafræði notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) sem byggir á sjálfstæðu lífi - sjá nánar á npa.is
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur31. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hlíðasmári 9, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SnyrtimennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Starfsgreinar
Starfsmerkingar