Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Náms- og starfsráðgjafi í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf náms- og starfsráðgjafa við Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands.

Við Nemendaráðgjöf HÍ starfa náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og verkefnastjórar. Fagfólk vinnur saman í teymum með velferð nemenda, og þeirra sem til Nemendaráðgjafar leita, að leiðarljósi. Nemendaráðgjöf heyrir undir Kennslusvið Háskóla Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita náms- og starfsráðgjöf, stuðning og persónulega ráðgjöf 
  • Aðstoð við starfsþróun, leiðbeiningar við gerð ferilskráa og undirbúningur fyrir atvinnuviðtöl
  • Fræðsla til nemenda í formi námskeiða, vinnustofa, fyrirlestra og kynninga
  • Leggja fyrir áhugakönnunina Bendil
Menntunar- og hæfniskröfur
  • MA próf á sviði náms- og starfsráðgjafar og leyfisbréf sem náms- og starfsráðgjafi
  • Reynsla af náms- og starfsráðgjöf
  • Réttindi til að leggja fyrir áhugasviðskönnunina Bendil
  • Hæfni í að koma fram, halda kynningar og námskeið
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt3. júlí 2025
Umsóknarfrestur14. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)