Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Kennslufræðingur í Kennslumiðstöð

Laust er til umsóknar fullt starf kennslufræðings. Í starfinu felst kennsluráðgjöf og stuðningur við kennsluþróun innan Háskóla Íslands í samræmi við hlutverk Kennslumiðstöðvar og stefnu HÍ á hverjum tíma. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að veita starfsfólki og stjórnendum HÍ faglega ráðgjöf við þróun kennsluhátta og vera leiðandi í kennsluþróun háskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsluþróun, ráðgjöf og kennslufræðilegur stuðningur við akademíska starfsmenn skólans, deildir og fræðasvið
  • Náið samstarf við einingar innan háskólans sem sinna kennsluþróun, s.s. kennsluþróunarstjóra, Kennsluakademíu og kennslumálanefnd HÍ
  • Ráðgjöf vegna námskeiðshönnunar, endurskipulagningar og samhæfingar námskeiða og námsleiða
  • Þróun kennsluhátta á háskólastigi, í því felst m.a. að vinna að matsverkefnum á vegum miðstöðvarinnar og kanna þarfir á stuðningi
  • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd viðburða í tengslum við kennslu og kennsluþróun (t.d. kennsluspjall, námskeið, vinnustofur og ráðstefnur)
  • Gerð fræðsluefnis og leiðbeininga á sviði kennslu og kennsluþróunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði kennslu og menntunarfræða 
  • Kennsluréttindi eða góð kennslufræðileg þekking 
  • Reynsla af kennsluþróun
  • Góð skipulags- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð þekking á upplýsingatækni og stafrænum kennsluháttum
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli 
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar