
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Kennslufræðingur í Kennslumiðstöð
Laust er til umsóknar fullt starf kennslufræðings. Í starfinu felst kennsluráðgjöf og stuðningur við kennsluþróun innan Háskóla Íslands í samræmi við hlutverk Kennslumiðstöðvar og stefnu HÍ á hverjum tíma. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að veita starfsfólki og stjórnendum HÍ faglega ráðgjöf við þróun kennsluhátta og vera leiðandi í kennsluþróun háskóla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsluþróun, ráðgjöf og kennslufræðilegur stuðningur við akademíska starfsmenn skólans, deildir og fræðasvið
- Náið samstarf við einingar innan háskólans sem sinna kennsluþróun, s.s. kennsluþróunarstjóra, Kennsluakademíu og kennslumálanefnd HÍ
- Ráðgjöf vegna námskeiðshönnunar, endurskipulagningar og samhæfingar námskeiða og námsleiða
- Þróun kennsluhátta á háskólastigi, í því felst m.a. að vinna að matsverkefnum á vegum miðstöðvarinnar og kanna þarfir á stuðningi
- Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd viðburða í tengslum við kennslu og kennsluþróun (t.d. kennsluspjall, námskeið, vinnustofur og ráðstefnur)
- Gerð fræðsluefnis og leiðbeininga á sviði kennslu og kennsluþróunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði kennslu og menntunarfræða
- Kennsluréttindi eða góð kennslufræðileg þekking
- Reynsla af kennsluþróun
- Góð skipulags- og samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð þekking á upplýsingatækni og stafrænum kennsluháttum
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (2)