Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Menningar- og þjónustusvið - Markaðs- og kynningarfulltrúi

Ert þú skapandi einstaklingur með áhuga á markaðs- og kynningarmálum og í leit að sumarstarfi?

Reykjanesbær leitar eftir markaðs- og kynningarfulltrúa í sumarstarf sem hefur það hlutverk að sækja efni fyrir vef- og samfélagsmiðla sveitarfélagsins ásamt því að setja upp auglýsingar og aðstoða við viðburðahald. Starfið reynir á frumkvæði, frumleika, sjálfstæði og frjóa og lausnamiðaða nálgun. Til greina kemur að fastráða í starfið í kjölfar tímabundinnar ráðningar.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með markaðs, upplýsinga- og kynningarefni
  • Efnisgerð og miðlun fyrir vef- og samfélagsmiðla
  • Frétta og greinaskrif
  • Uppsetning á auglýsingum
  • Aðstoð við skipulagningu og framkvæmd viðburða
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og hæfni í notkun samfélagsmiðla
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku
  • Geta til að miðla upplýsingum í ræðu og riti ásamt hæfni í framsetningu texta
  • Þekking á uppsetningu efnis á myndrænan hátt kostur
  • Framúrskarandi samskipta og samstarfshæfni
  • Hugmyndauðgi  og drifkraftur
  • Nákvæm vinnubrögð
Auglýsing stofnuð3. maí 2024
Umsóknarfrestur13. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar