Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Matráður við leikskólann Eyrarvelli, Neskaupstað

Eyrarvellir er átta deilda leikskóli með sex starfrækar deildir og dvelja þar um 90 börn og starfa um 30 starfsmenn. Leikskólinn er skipaður góðu og metnaðarfullu fagfólki. Eyrarvellir vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar ásamt því að styrkja innleiðingu nemendalýðræðis. Leikskólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast alla matagerð í leikskólanum með áherslu á fjölbreyttan og næringaríkan mat.
  • Útbýr sérfæði fyrir þá nemendur og starfsmenn sem þess þurfa af heilsufarsástæðum.
  • Ber ábyrgð á öllum innkaupum fyrir eldhús og samskipum við birgja.
  • Annast daglega ræstingu eldhúss, kaffistofu og í þvottahúsi, hefur umsjón með því að tæki og búnaður í eldhúsi og þvottahúsi starfi eðlilega.
  • Ber ábyrgð á daglegum þrifum og mælingum á hitastigi fyrir HRAUST.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Menntun í matreiðslu er æskileg
  • Góð reynsla og atvinnumeðmæli af matreiðslu er skilyrði.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Auglýsing birt8. september 2025
Umsóknarfrestur22. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar