

Lögmaður kjaradeildar Fagfélaganna
Fagfélögin leita að öflugum lögmanni til starfa í kjaradeild félagsins. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf þar sem lögmaður kemur að hagsmunagæslu og réttindamálum félagsmanna á vinnumarkaði.
Nánari upplýsingar veitir: Benóný Harðarson, framkvæmdastjóri Fagfélaganna ([email protected])
Ráðgjöf og aðstoð í kjaramálum og vinnurétti
- Málarekstur fyrir félagsmenn og stéttarfélög fyrir dómstólum og stjórnvöldum
- Úrvinnsla mála tengdum samnings- og réttindagæslu
- Þátttaka í stefnumótun og þróun kjaramála innan Fagfélaganna
Lögmannsréttindi og réttindi til málflutnings
- Reynsla af vinnurétti og málarekstri er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptafærni
- Jákvætt viðmót og vilji til að starfa í samhentu teymi
Stytting vinnuvikunnar
Frábært mötuneyti
Líkamsræktarstyrkur

