Skatturinn
Skatturinn

Lögfræðingar til starfa í viðurlagadeild á eftirlits- og rannsóknasviði

Skatturinn leitar að áhugasömum og hæfum lögfræðingum til að starfa í viðurlagadeild eftirlits- og rannsóknasviðs í höfuðstöðvum embættisins í Katrínartúni í Reykjavík.

Skatturinn er framsækinn vinnustaður sem gegnir lykilhlutverki við tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og vernd við samfélagið. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Starfið felur í sér tækifæri til sérhæfingar í áhugaverðum málaflokkum með samstarfi við aðra reynda sérfræðinga í þverfaglegu starfumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Endurálagning opinberra gjalda vegna skattundanskota
  • Greining og mat á sönnunarstöðu og saknæmi í skattrannsóknamálum
  • Beiting sekta og annarra viðurlaga vegna brota á skattalögum
  • Meðferð kærumála fyrir yfirskattanefnd
  • Margvísleg lögfræðileg verkefni tengd skattrannsóknum, þar á meðal undirbúningur dómsúrskurða og framkvæmd sérstakra rannsóknaraðgerða, svo sem kyrrsetninga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í lögfræði, að lágmarki BA-gráða, meistaragráða (eða sambærilegt) er æskileg
  • Þekking og/eða reynsla á sviðum skattaréttar, stjórnsýsluréttar eða refsiréttar
  • Lögmannsréttindi eru kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt16. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar