Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Leikskólinn Holt - Deildarstjóri

Leikskólinn Holt auglýsir eftir deildarstjóra í 100% stöðu.

Leikskólinn Holt er sex deilda leikskóli með rými fyrir 105 börn. Leikskólinn tók til starfa árið 1985 og er staðsettur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Unnið er í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru gleði, virðing, sköpun og þekkingarleit. Sjá nánar á heimasíðu skólans: Heimasíða

Leitað er eftir kennara sem vill taka þátt í lærdómssamfélagi þar sem trú á hæfileikum barnsins og vilja þess til að læra er í fyrirrúmi

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildastjóra.
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagi deildar og miðlun upplýsinga.
  • Sinnir móttöku nýrra starfsmanna samkvæmt stefnu leikskólans.
  • Er hluti af stjórnendateymi leikskólans og kemur að áætlanagerð og mati.
  • Sér um foreldrasamstarf á deildinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða annað kennarapróf.
  • Skapandi hugsun og metnaður í starfi.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og samstarfshæfni.
  • Hæfileiki til að vera þátttakandi í lærdómssamfélagi í þróun.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Auglýsing stofnuð30. apríl 2024
Umsóknarfrestur13. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Stapagata 10, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar