
Vesturbyggð
Vesturbyggð er á sunnanverðum Vestfjörðum og samanstendur af þremur þéttbýliskjörnum, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal og auk þess sveitir þar í kring. Einstök náttúrufegurð prýðir sunnanverða Vestfirði og hér er ótal margt að sjá og upplifa. Í Vesturbyggð er öflugt atvinnulíf, fjölbreytt þjónusta og gott mannlíf. Góð þjónusta er í sveitarfélaginu, öflugt æskulýðsstarf, leikskólar, íþróttasvæði, verslanir, sjúkrahús, verkstæði, vélsmiðjur, trésmíðaverkstæði, bíó, ferðaþjónusta og fl. Náttúrufegurð er mikilfengleg, en m.a. Rauðisandur og Látrabjarg er innan sveitarfélagsins. Möguleikar til útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru fjölmargar. Vesturbyggð tekur vel á móti nýjum íbúum!

Leikskólakennarar / leiðbeinendur – Vinabær og Araklettur
Leikskólakennarar eða leiðbeinendur óskast til starfa við Vinabæ á Tálknafirði og Araklett á Patreksfirði.
Um er að ræða 100% störf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi, menntun og faglegri umönnun barnanna.
- Vera leiðandi í að efla nám barnanna með þáttöku í leik.
- Skráning og ígrundun m.a. á tengslum og leik barna.
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs, gerð skólanámsskrár, mati á starfsemi leikskólans, innleiðingu á Heillasporum og fleiri verkefnum.
- Teymisvinna, foreldrasamstarf og fleiri verkefni samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara og aðalnámsskrá leikskóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.
- Leikskólakennaramenntun og/eða leyfisbréf kennara.
- Reynsla af uppeldis – og kennslustörfum með ungum börnum.
- Sjálfstæð og skipulög vinnubrögð.
- Góðir samvinnu- og samskiptahæfileikar.
- Góð íslenskukunnátta áskilin.
Auglýsing birt23. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viltu bætast í hóp kennara á yngsta stigi frá og með 1. janúar 2026
Árbæjarskóli

Stærðfræðikennari á unglingastig í Salaskóla
Salaskóli

Stekkjaskóli - íþróttakennari
Stekkjaskóli

TÓNSKÓLASTJÓRI
Tónskóli Mýrdalshrepps

Umsjónarkennari á yngsta stig - Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær

Deildarstjóri - Dalskóli
Dalskóli

Sérkennari /þroskaþjálfi/ uppeldismenntaður starfsmaður
Dalskóli

Leikskólakennari/ leiðbeinandi - Dalskóli leikskóli
Dalskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Sérkennsla í Blásölum
Leikskólinn Blásalir

Viltu móta framtíðina í þjálfun flugleiðsöguþjónustu – leitum eftir kennsluráðgjafa
Isavia ANS

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ævintýraborg við Eggertsgötu