

Laust starf leikskólakennara
Leikskólinn Mánaland óskar eftir að ráða leikskólakennara sem hafa áhuga á að ganga til liðs við hóp faglegs starfsfólks og taka þátt í að þróa starfið ásamt því að vera hluti af samfélaginu okkar. Skólinn er í glæsileg nýlegu húsnæði í Vík sem hannaður var sem 60 barna, þriggja deilda leikskóli þar sem lögð var áhersla á góða hljóðvist og góða aðstöðu í alla staði fyrir börn og starfsfólk.
Leikskólinn Mánaland er heilsueflandi leikskóli staðsettur í Vík í Mýrdal. Lögð er áhersla á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Mánaland er fjölmenningarlegur leikskóli og teljum við að öll börn geti notið sín á sínum forsendum. Styrkleiki leikskólans felst í fjölbreytni; það er í lagi að vera ólíkur öðrum. Við leikum, lærum og eigum í samskiptum án fordóma. Lögð er áhersla á að efla samvinnu og samkennd í barnahópnum auk þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd allra barna þannig að þau geti sýnt styrkleika sína og þekkingu.
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
- Þátttaka í mótun og uppbyggingu leikskólastarfsins.
- Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs deilda og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Náið samstarf við foreldra/forráðamenn.
- Stuðlar að gleði barna og ánægju foreldra ásamt gæðum í skólastarfi.
- Önnur tilfallandi verkefni sem falin eru af yfirmanni.
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
- Góð íslenskukunnáttu skilyrði (á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum).
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
- Reynsla og þekking á leikskólastarfi.
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð.
- Skapandi hugsun og metnaður í starfi.
- Hæfni til að taka þátt í lærdómssamfélagi í þróun.
- Vinnustyttingu sem tekin er út með haustfríi, jólafríi og í Dymbilviku.
- Skipulagða undirbúningstíma utan deildar.
- Sveitarfélagið aðstoðar við flutning og öflun húsnæðis fyrir fagfólk sem flytur til Víkur.
- Tækifæri til símenntunar.
- Umfram allt skemmtilegan vinnustað.
Íslenska










