
IKEA
Í dag starfa um 450 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

Lagermaður á lyftara
Við leitum að kraftmiklum og jákvæðum einstakling til að bætast í öflugan hóp á birgðasviði hjá IKEA. Laust er til umsóknar lyftarastarf á lager fyrirtækisins. Um fullt starf er að ræða, vinnutími er alla virka daga frá kl. 6-14.
Helstu verkefni eru gámalosun, frágangur á vörum, áfylling á lager og tiltekt pantana af lager ásamt öðrum tilfallandi störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í afkastamiklum verkferlum birgða.
- Tryggja vöruflæði og öryggi afhendinga.
- Gámalosun, áfylling, og lyftaraviðhald.
- Fylgja öryggisreglum og verkferlum.
- Lágmarka skemmdir og tryggja hreinleika lyftara.
- Samvinna við samstarfsfólk og skila verkefnum á tíma.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lyftararéttindi eru skilyrði — viðurkennd á Íslandi.
- Reynsla af störfum á lyftara er nauðsynleg.
- Jákvæðni og góð samskiptahæfni.
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
- Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti
- Ávextir og hafragrautur í boði
- Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila.
- Hressandi morgunleikfimi þrisvar í viku
- Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni
- Skapandi og skemmtileg störf með mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi
- Skemmtilegir vinnufélagar
- Afsláttur af IKEA vörum
Auglýsing birt13. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðJákvæðniSamviskusemi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (5)

Almennt starf í vöruhúsi
Bakkinn vöruhótel

Starfsmaður í fiskvinnslu - Fish Processing worker
Fiskvinnslan Drangur ehf.

Spennandi sumarstörf hjá Rio Tinto Straumsvík
Rio Tinto á Íslandi

Starf í vöruhúsi Set á Selfossi
Set ehf. |

Sumarstörf 2026 - Skipaafgreiðsla og hleðsluskáli við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði
Eimskip