
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) veitir íbúum umdæmisins og öðrum, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.
HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.
Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum.
Heilsugæslusvið
Læknisþjónusta, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónusta og annast sjúkraflutninga.
Hjúkrunarsvið
starfrækir hjúkrunarrými á starfsvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki rekin af öðrum.
Sjúkrasvið
starfrækir umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu.
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir
Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.

Læknir við heilsugæslustöðina í Borgarnesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir eftir stöðu læknis við heilsugæslustöðina í Borgarnesi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Á heilsugæslustöðinn í Borgarnesi starfa að jafnaði fjórir læknar. Þjónustusvæðið er víðfeðmt með um 4.000 íbúum.
Starfsemin er fjölbreytt. Veitt er almenn heilsugæsluþjónusta með sjúklingamóttöku, ungbarnavernd, mæðravernd og skólaheilsugæsla. Teymisþjónusta læknis og hjúkrunarfræðings er um bráðatilvik að deginum til á virkum dögum. Viðbragðsvakt læknis er utan dagvinnutíma virka daga og á helgum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsleyfi Embættis landlæknis.
- Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum er æskileg eða reynsla af stöfum í heilsugæslu.
- Lögð er áhersla á faglegan metnað, teymisvinnu, jákvæðni og sveigjanleika.
- Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum er skilyrði.
- Góðrar íslenskukunnáttu er krafist.
Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum, sem teljast ekki uppfylla framangreind skilyrði.
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur30. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgarbraut 65, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Almennur læknir - Hefur þú áhuga á svæfinga- og gjörgæslulækningum?
Landspítali

Almennur læknir - Hefur þú áhuga á myndgreiningu?
Landspítali

Almennur læknir - Hefur þú áhuga á skurðlækningum?
Landspítali

Sérfræðilæknir í bráðalækningum
Landspítali

Sérfræðilæknir í meltingarlækningum
Landspítali

Sérfræðilæknir í blóðlækningum
Landspítali

Sérfræðilæknir í háls-, nef- og eyrnalækningum
Landspítali

Viltu vera á skrá? Læknir með lækningaleyfi
Landspítali

Sérfræðilæknir í almennum barnalækningum - Barnaspítali Hringsins
Landspítali

Sérfræðilæknir í barna- og hjartalækningum - Barnaspítali Hringsins
Landspítali

Almennur læknir á húð- og kynsjúkdómalækningar - tímabundin afleysing
Landspítali

Yfirlæknir bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands