

Kerfisstjóri - Lágafellsskóli
Kerfisstjóri – Lágafellsskóli
Mosfellsbær leitar að metnaðarfullum og þjónustuliprum kerfisstjóra til starfa. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á upplýsingatækni, öryggi og þjónustu og vill taka virkan þátt í uppbyggingu og þróun á rekstrarumhverfi tölvumála hjá Mosfellsbæ.
Mosfellsbær er í miðri stafrænni umbreytingu þar sem lögð er áhersla á öflugt, öruggt og samræmt tækniumhverfi fyrir allar stofnanir bæjarins.
Í tengslum við þessa umbreytingu stendur yfir endurskipulagning á upplýsingatæknimálum og stefnt er að uppbyggingu á miðlægri tæknideild, þar sem markmiðið er að sameina og samræma alla helstu innviði bæjarins.
Starfsstöð kerfisstjóra verður í upphafi að hluta í Lágafellsskóla og að hluta í miðlægu tækniteymi sem mun sinna rekstri, þjónustu og þróun upplýsingatækni fyrir allar stofnanir Mosfellsbæjar.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi og veitir góða innsýn í nútímalegan rekstur upplýsingatæknikerfa í skólaumhverfi með áherslu á samstarf, þjónustu og fagmennsku.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
- Umsjón með tölvu-, net- og tæknikerfum Lágafellsskóla.
- Þjónusta við kennara, nemendur og starfsfólk í tæknilegum málum.
- Uppsetning, viðhald og stjórnun á tækjum og notendaaðgangi.
- Samstarf við upplýsingatæknideild Mosfellsbæjar um öryggi, rekstur og stefnumótun.
- Þátttaka í innleiðingu nýrra lausna, sjálfvirkni og þjónustuferla.
- Umsjón með búnaðarlista, hugbúnaðarleyfum og eignaskrá (Asset Management).
- Þátttaka í þróun sjálfsafgreiðslu og nýrra þjónustuleiða.
- Vottun á sviði Microsoft og/eða Cisco er kostur, en ekki skilyrði.
- Góð almenn þekking á upplýsingatækni, netumhverfi og kerfisstjórnun.
- Geta til að tileinka sér nýja tækni fljótt og unnið sjálfstætt að lausnum.
- Þrífst í umhverfi þar sem skilvirkni, ábyrgð og samstarf eru lykilatriði.
Tæknileg hæfni
Umsækjendur þurfa að hafa góða þekkingu og reynslu á eftirfarandi sviðum:
- Active Directory (AD) og notendastýringu í Windows-umhverfi.
- Microsoft 365 – aðgangsstýring, samnýting gagna og MDM-stjórnun (Intune o.fl.).
- Unifi og Cisco netbúnaði – uppsetning og rekstur.
- Netmál og netkerfi almennt (TCP/IP, VLAN, DNS, DHCP o.fl.).
- Lansweeper eða sambærilegri lausn fyrir eignaskrá.
- Google Classroom og öðrum kennslulausnum sem notaðar eru í skólum er kostur.
- Jamf eða sambærilegum kerfum fyrir stjórnun Apple-tækja er kostur.
- Þekking á öðrum kerfum og lausnum sem almennt eru notuð í skólaumhverfi, s.s. prentlausnum, geymslukerfum, öryggislausnum og stýrikerfum nemendatækja.
Þjónustuviðhorf og samskiptahæfni
- Rík þjónustulund og jákvætt viðmót gagnvart notendum.
- Hæfni til að útskýra tæknileg atriði á einfaldan og skiljanlegan hátt.
- Skipulagshæfni og ábyrg vinnubrögð.
- Reynsla af notkun og vinnu í þjónustu- eða beiðnakerfi (ITSM) er kostur.
- Færni í að forgangsraða verkefnum og vinna kerfisbundið að lausnum í teymi.
Íslenska


