Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Kennslustjóri Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf kennslustjóra á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Heilbrigðisvísindasvið leitar að metnaðarfullum og framsýnum kennslustjóra. Í starfinu felst að leiða og samræma stjórnsýsluverkefni á sviði náms og kennslu, í því skyni að efla gæði og styðja við faglega þróun, framtíðarsýn og stefnu - HÍ26.

Kennslustjóri Heilbrigðisvísindasviðs starfar í síkviku og framsæknu umhverfi, þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, þverfræðilega samvinnu og nútímalega kennsluhætti. Viðkomandi mun hafa aðsetur í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16 og vera í náinni samvinnu við stjórnendur, kennara, kennslusvið HÍ og teymi verkefnastjóra sem styðja við nám, kennslu, rannsóknir og þróunarverkefni á sviðinu.

Í tengslum við byggingu nýs húss Heilbrigðisvísindasviðs sem áætlað er að verði tilbúið árið 2029 stendur yfir vinna við endurskipulagning á stoðþjónustu Heilbrigðisvísindasviðs og því gætu verkefni í umræddu starfi tekið breytingum í takt við þær áherslur. Kennslustjóri mun gegna lykilhlutverk í að þróa og aðlaga þjónustu á sviði náms og kennslu í takt við þessa spennandi uppbyggingu og breytingar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða og samræma gæðamál, þróunarverkefni og þjónustu á sviði náms og kennslu.
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur, kennara og starfsfólk vegna verkefna sem lúta að námi og kennslu.
  • Samræmd miðlun upplýsinga á vef, í ferlum og reglum.
  • Skipulag kennslu og kennsluaðstöðu þvert á sviðið.
  • Umsjón með upplýsingum sviðsins í kennsluskrá og undirbúningi brautskráninga nemenda sviðsins.
  • Þátttaka í stefnumótun og þróun reglna um nám.
  • Fulltrúi sviðsins í nefndum og verkefnum í tengslum við nám og kennslu, alþjóðamál og jafnréttismál.
  • Tengiliður Heilbrigðisvísindasviðs við kennslusvið HÍ og er jafnframt í samtarfi við kennslustjóra annarra fræðasviða.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf sem nýtist í starfi. Kostur ef viðkomandi hefur einnig lokið doktorsprófi sem tengist starfssviði.
  • Reynsla af störfum innan háskóla er æskileg, sérstaklega á sviði náms og kennslu.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og faglegan hátt, bæði í ræðu og riti.
  • Gott vald á upplýsingatækni og áhugi á að tileinka sér og innleiða slíkar nýjungar, m.a. á sviði gervigreindar.
  • Góð samstarfshæfni ásamt ríkri þjónustulund.
  • Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð í átt að árangri.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
Auglýsing birt20. ágúst 2025
Umsóknarfrestur29. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vatnsmýrarvegur 16, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar