Þjórsárskóli
Þjórsárskóli

Kennarar við Þjórsárskóla

Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-8. bekk. Nemendur eru rétt rúmlega 50 talsins og er þeim kennt í þremur kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, útikennslu og umhverfið. Skólinn er stækkandi og stefnir í heildstæðan grunnskóla eftir tvö ár. Mikil þróun og vinna er í gangi við húsnæði og aðstöðu sem gefur mörg skemmtileg tækifæri í þróun kennsluhátta í samræmi við skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þjórsárskóli er í tæplega 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Á heimasíðu skólans, www.thjorsarskoli.is, eru frekari upplýsingar um skólann og starfsemi hans.

Óskum eftir kennurum í eftirfarandi stöður:

Íþróttir, útinám, jóga og list og verkgreinar. Um er að ræða tvær 100% stöður, kennslan er í 1.-8. bekk og miðast ráðning við 1. ágúst 2024.

Umsjónarkennari á yngsta stigi. 80% staða. Helstu verkefnin eru umsjónarkennsla á yngsta stigi og miðast ráðning við 1. ágúst 2024.

80% staða við stöðvakennslu í 1.-4.bekk og miðast ráðning við 1. ágúst 2024.

Umsjónarkennari á miðstígi, 100 % staða. Helstu verkefni eru íslenska, samfélagsfræði, danska og enska í 5.-8.bekk. Ráðning miðast við við 1. ágúst 2024.

Deildarstjóri fyrir yngsta stig. 20% staða. Leitað er að kennara með reynslu af stöðvavinnu, fjölbreyttum kennsluháttum, námsgagnagerð og með góða þekkingu og reynslu á lestrakennslu. Ráðning miðast við við 1. ágúst 2024.

Deildastjóra fyrir miðstig og stoðþjónustu. 20% staða. Leitað er eftir sérkennara, skólasálfræðingi með kennsluréttindi og með reynslu af sérkennslu og almennri kennslu í grunnskóla. Ráðning miðast við við 1. ágúst 2024

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Leyfisbréf til kennslu og reynsla af kennslu.

·         Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

·         Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.

·         Góð hæfni í mannlegum samskiptum og ánægja af starfi með börnum

·         Faglegur metnaður og færni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum.

·         Jákvæðni gagnvart skólaþróun

·         Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi í takt við aðalnámskrá og skólastefnu okkar

·         Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda.

·         Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti.

·         Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að samfélagslegri ábyrgð nemenda.

·         Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila nemenda á jafnréttisgrundvelli.

·         Hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag og taka ábyrgð á eigin starfsþróun.

·         Hreint sakavottorð.

Auglýsing stofnuð29. apríl 2024
Umsóknarfrestur13. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skólabraut 8, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar